Risasigur skilaði Noregi í A-deild María Þórisdóttir og stöllur hennar í norska kvennalandsliðinu í fótbolta munu leika í A-deild Þjóðadeildarinnar eftir 5-0 risasigur gegn Króatíu í seinni leik liðanna í umspili um laust sæti í deild þeirra bestu. 27.2.2024 18:54
„Ætlaði að bæta upp fyrir þetta og mér fannst ég gera það“ Sveindís Jane Jónsdóttir var maður leiksins er íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann mikilvægan 2-1 sigur gegn Serbíu í seinni leik liðanna í einvígi um sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar. Hún segir ástæðuna fyrir því að Ísland hafi unnið einvígið vera einfalda. 27.2.2024 18:24
Liverpool þurfi kraftaverk eftir nýjustu tíðindi af meiðslalistanum Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að liðið þurfi á kraftaverki að halda ef á að nást að stroka einhver nöfn út af meiðslalistanum fyrir leik liðsins gegn Southampton í ensku bikarkeppninni annað kvöld. 27.2.2024 17:46
„Lítil atriði sem við getum bætt og munum bæta“ Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, var nokkuð jákvæður eftir 1-1 jafntefli liðsins gegn Serbíu í fyrri leik liðanna í umspili um áframhaldandi veru í A-deild Þjóðadeildarinnar. 23.2.2024 17:27
„Þetta var svolítið mikið bara eitthvað“ Landsliðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir var ekki nógu sátt með spilamennsku íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta eftir 1-1 jafntefli gegn Serbum í umspili um áframhaldandi veru í A-deild Þjóðadeildarinnar í dag. 23.2.2024 17:15
Umfjöllun: Serbía - Ísland 1-1 | Stelpurnar okkar náðu ekki að nýta liðsmuninn Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði 1-1 jafntefli er liðið mætti því serbneska í fyrri leik liðanna í umspili um hvort þeirra heldur sér í A-deild Þjóðadeildarinnar í dag. 23.2.2024 16:57
Solskjær gæti tekið við sem bráðabirgðastjóri ef Tuchel verður rekinn Þýska stórveldið Bayern München íhugar nú að fá Ole Gunnar Solskjær, fyrrum leikmann og þjálfara Manchester United, sem bráðabirgðastjóra liðsins ef félagið ákveður að reka Thomas Tuchel, núverandi stjóra liðsins. 21.2.2024 07:01
Dagskráin í dag: Meistaradeildin, Formúlan, Subway-deildin og rafíþróttir Sportrásir Stöðvar 2 og Vodafone bjóða upp á ellefu beinar útsendingar á þessum fína miðvikudegi þar sem Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu verður í brennideplinum. 21.2.2024 06:01
Ye þakkaði stuðningsmönnum Inter fyrir sig og sá liðið vinna Bandaríski rapparinn Kanye West, eða Ye, var meðal áhorfenda á San Siro er Inter tók á móti Atlético Madrid í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 20.2.2024 23:32
Rappaði með Haaland og skrifar nú undir hjá ÍA Norski miðvörðurinn Erik Sandberg er genginn í raðir ÍA fyrir komandi átök í Bestu-deild karla í knattspyrnu. 20.2.2024 22:46