Yfirgrafíker

Hjalti Freyr Ragnarsson

Hjalti er yfirgrafíker á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Fangageymslur nánast fullar eftir nóttina

Erilsöm nótt að baki hjá Lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu. Fangageymslur eru nánast fullar vegna mála frá því í gærkvöldi og í nótt. Alls voru höfð afskipti af 5 ökumönnum vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis, og af 6 ökumönnum vegna gruns um akstur undir áhrifum annarra fíkniefna. Auk þess var skemmtistað í efri byggðum Reykjavíkur lokað þar sem einhverjir af gestum staðarins voru undir aldri.

„Bílstjórinn er miður sín eftir þetta“

Strætóbílstjóri sem handtekinn var í gær grunaður um að hafa ráðist á 11 ára gamalt barn var látinn laus eftir skýrslutöku. Hann mun þó ekki aka á meðan rannsókn málsins stendur yfir.

Ók upp á hringtorg undir áhrifum vímuefna

Lögreglan á Suðurnesjum handtók í vikunni ökumann sem ekið hafði bifreið sinni upp á hringtorg við Fitjar. Ökumaðurinn var grunaður um fíkniefnaakstur og viðurkenndi sjálfur neyslu slíkra efna.