Ponzinibbio rotaði Gunnar Frábærlega heppnuðu bardagakvöldi í Glasgow er lokið þar sem Gunnar Nelson varð að sætta sig við mjög svekkjandi tap gegn Santiago Ponzinibbio. 16.7.2017 21:45
Ponzinibbio: Ég er besti bardagamaður heims Argentínumaðurinn Santiago Ponzinibbio mætir Gunnari Nelson í Glasgow í kvöld. Hann var hvers manns hugljúfi á fjölmiðladeginum. Talaði ágæta ensku en einhverra hluta vegna gekk honum illa að skilja aðra sem töluðu tungumálið. En honum líður vel og er þakklátur fyrir þetta stóra tækifæri. 16.7.2017 19:00
Svona var bardagavikan hjá Gunnari | Kíkt á bak við tjöldin Mjölnir var að gefa frá sér frábært myndband þar sem fylgst er með Gunnari Nelson frá því hann fór að heiman frá sér í Reykjavík og nánast þar til hann stígur í búrið í Glasgow. 16.7.2017 16:54
Fjöldi fólks bíður í röð til þess að sjá Gunnar Áhuginn á bardagakvöldi UFC í Glasgow er mikill og fólk var mætt mjög tímanlega á keppnisstað. 16.7.2017 16:17
Saga EM er saga Þýskalands EM kvenna í knattspyrnu fer nú fram í níunda sinn. Byrjað var með EM kvenna árið 1991 en tilraunir voru gerðar með álíka mót áður. Þýskaland hefur haft mikla yfirburði. 16.7.2017 08:00
Formaðurinn snoðaði Gunnar Lubbinn er horfinn af höfði Gunnars Nelson en formaður Mjölnis, Jón Viðar Arnþórsson, rakaði af honum lubbann í kvöld. 15.7.2017 23:01
Gunnar: Þurfti bara að taka af mér tæpt kíló í baðinu Gunnar Nelson var í góðum anda eftir sjónvarpsvigtunina í SSE Hydro-höllinni áðan en íþróttadeild náði tali af honum rétt eftir vigtunina. 15.7.2017 19:45
Gunnar átti höllina í Glasgow | Myndband Gunnari Nelson var nánast fagnað eins og skoskri þjóðhetju á sjónvarpsvigtunin fyrir bardagakvöldið í Glasgow fór fram. Gunnar er aðalnúmerið á kvöldinu og er vinsæll hér eins og víðar á Bretlandseyjum. 15.7.2017 17:00
Calderwood: Við Sunna erum sjóðheitar Íslandsvinurinn Joanne Calderwood var eini bardagakappinn sem náði ekki að skila sér í löglegri þyngd á vigtinni í morgun. Hún var þrem pundum yfir þrátt fyrir að hafa lagt mikið á sig í niðurskurðinum. 15.7.2017 12:30
Horfðu á vigtunina hjá Gunnari og Ponzinibbio Gunnar Nelson og Santiago Ponzinibbio voru nokkuð ferskir er þeir hentu sér á vigtina í Glasgow í morgun. 15.7.2017 09:20