Hopp leitar eftir fjármögnun til að stækka úr 50 mörkuðum í 500 Hopp stefnir á að afla átta milljóna Bandaríkjadala í fjármögnun, jafnvirði ríflega milljarðs króna. Fundir með fjárfestum munu hefjast eftir um mánuð. Nýta á fjármunina til að stækka fyrirtækið sem nú starfar á um það bil 50 mörkuðum og á að sækja fram á 500 markaði. Fjármögnuninni verður því að mestu varið í sölu- og markaðsstarf en einnig í vöruþróun, að sögn framkvæmdastjóra Hopps. 29.6.2023 07:01
Fjárfestar efast um að rekstur Marels batni jafn hratt og stjórnendur áætla Hlutabréfaverð Marels hefur haldið áfram að lækka eftir uppgjör fyrsta ársfjórðungs sem olli vonbrigðum. Lækkunin er umtalsvert meiri en lækkun markaðarins í heild en fjárfestar efast um að rekstur félagsins muni snúast jafn hratt við og stjórnendur Marels vænta. „Það er augljóslega verið að skortselja bréfin,“ segir viðmælandi Innherja. 26.6.2023 15:36
Tekjur móðurfélags Heimkaupa drógust saman um fjórðung Tekjur Wedo, móðurfélags Heimkaupa, Hópkaupa og Bland.is, drógust saman um 26 prósent á milli ára og námu 2,3 milljörðum króna árið 2022. Minni sölu má rekja til þess að neytendur keyptu í auknum mæli í hefðbundum verslunum eftir faraldurinn, segir stjórn félagsins. 24.6.2023 12:13
Enn þarf að bíða eftir að vaxtahækkanir hemji útlánavöxt bankanna Áfram er mikill þróttur í útlánum banka þrátt fyrir brattar stýrivaxtahækkanir að undanförnu. Hagfræðingur bendir á að tíminn frá því að ákveðið sé að fara af stað í fjárfestingarverkefni og þar til banki láni til þeirra geti verið nokkuð langur. Þess vegna þurfi að bíða aðeins lengur til að sjá hver áhrifin verði af nýlegum vaxtahækkunum. 23.6.2023 14:01
Alfa Framtak kaupir Hótel Hamar og Hótel Höfn Alfa Framtak hefur samið um kaup á tveimur hótelum; Hótel Hamri sem er skammt frá Borgarnesi og Hótel Höfn sem er í Hornafirði. Beðið er eftir úrskurði Samkeppniseftirlitsins varðandi kaupin. 21.6.2023 16:24
Framlegð Sýnar „kom á óvart“ en félagið metið 60 prósentum yfir markaðsvirði Hörð samkeppni á fjarskiptamarkaði þýðir að „erfitt er að velta launahækkun og hærra innkaupaverði út í verð þjónustu,“ að sögn greinenda, en rekstrarhagnaður Sýnar jókst á fyrstu þremur mánuðum ársins þrátt fyrir erfiðar markaðsaðstæður. Félagið er verulega undirverðlagt á markaði samkvæmt nýrri hlutabréfagreiningu. 20.6.2023 13:24
Orkurisinn Equinor leiðir fjögurra milljarða fjárfestingu í CRI Íslenska tæknifyrirtækið Carbon Recycling International (CRI) hefur lokið við 30 milljóna Bandaríkjadala fjármögnunarlotu, jafnvirði ríflega fjögurra milljarða króna. Equinor Ventures leiðir fjármögnunina en fyrirtækið er verðmetið á um tuttugu milljarða í viðskiptunum. Á meðal annarra fjárfesta sem leggja til fé í fjármögnuninni má nefna lífeyrissjóðinn Gildi, Lífeyrissjóð Vestmannaeyja og Sjóvá. 19.6.2023 15:26
Verðmat Sjóvar lækkaði lítillega en er umtalsvert yfir markaðsvirði Verðmat Jakobsson Capital á Sjóvá lækkaði lítillega milli ársfjórðunga í ljósi dekkri horfa fyrir reksturinn í ár. Stjórnendur félagsins eru „örlítið dekkri á tryggingarreksturinn“ nú en við áramót, segir í verðmatinu. Það er engu að síður 22 prósent yfir markaðsvirði um þessar mundir. 16.6.2023 13:53
Lykilstærðir í hótelgeiranum að komast í svipað horf og fyrir faraldurinn Í stórum dráttum eru helstu lykilstærðir í hótelgeiranum að komast í svipað horf og þær voru fyrir Covid-19 heimsfaraldurinn. Dvalarlengdin er áþekk og verð í fyrrasumar, leiðrétt fyrir verðlagsbreytingum, voru ekki fjarri því sem fyrir farsóttina einkum þegar leið á sumarið, að sögn formanns Félags fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu (FHG). 10.6.2023 11:35
Sala á Norðurböðum bjarga ÍV frá umtalsverðu tapi Hefði Íslensk verðbréf ekki selt hlut sinn í Norðurböðum hefði félagið tapað 109 milljónum króna í fyrra. Salan gerði það að verkum að hagnaður ársins var 16 milljónir króna fyrir skatta. Eignir í stýringu félagsins, sem námu 104 milljörðum í árslok, drógust saman um tíu prósent við erfiðar markaðaðstæður en afkoma samstæðunnar var langt undir væntingum. 9.6.2023 16:05