Fréttamaður

Helena Rós Sturludóttir

Helena Rós er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Yfir­völd komin með rauða spjaldið frá hjúkrunar­fræðingum

Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags hjúkrunarfræðinga, segir yfirvöld komin með rauða spjaldið frá hjúkrunarfræðingum. Skammtíma kjarasamningur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga var samþykktur í dag með afar naumum mun. Aðeins tveimur atkvæðum munaði en 49,25 prósent voru hlynntir samningnum og 49,15 prósent á móti honum.

Þrjú ung­mennanna nú vistuð á Stuðlum

Öll þrjú ungmennin, sem eru undir lögaldri og sæta nú gæsluvarðhaldi vegna stunguárásarinnar við Fjarðarkaup í Hafnarfirði um helgina og leiddi til þess að karlmaður á þrítugsaldri lést, eru nú vistuð á Stuðlum, meðferðarstöð ríkisins fyrir börn og unglinga.

Mikil­vægt að grípa börn með les­blindu snemma

Um tuttugu prósent ungmenna á aldrinum átján til tuttugu og fjögurra ára hér á landi glíma við lesblindu. Þetta sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands framkvæmdi fyrir Félag lesblindra. Ásdís Aðalbjörg Arnalds, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar HÍ, segir niðurstöðurnar sláandi.

Fram­tíð menningarinnar verði til í Lista­há­skólanum

Kristín Eysteinsdóttir hefur verið ráðin nýr rektor Listaháskóla Íslands. Hún segir nýjar áherslur alltaf fylgja nýju fólki en hyggst leyfa breytingum að gerast í samtali við starfsfólk og nemendur skólans. Listaháskólinn hafi alla burði til að vera leiðandi í skapandi hugsun.

„Ég veit ekki hvernig ég verð eftir fimm ár“

„Ef ég hefði fæðst ellefu mánuðum fyrr hefði ég verið sautján ára þegar lyfið var samþykkt hér á landi árið 2018 og þá væri ég á lyfinu núna,“ segir Þorsteinn Sturla Gunnarsson, 23 ára leikstjóri og handritshöfundur og einn ellefu einstaklinga á Íslandi með vöðva- og taugahrörnunarsjúkdóminn Spinal Muscular Atrophy (SMA), sem fá ekki lyf við sjúkdómnum.

„Okkur versnar með hverjum deginum“

Sigrún Jensdóttir, á sextugsaldri, er ein ellefu einstaklinga á Íslandi sem er með taugahrörnunarsjúkdóminn Spinal Muscular Atrophy (SMA) og fær ekki lyf sem gætu hægt á hrörnuninni eða stöðvað hana vegna þess að hún er eldri en átján ára. Alls eru fimmtán einstaklingar með sjúkdóminn hér á landi. Sjúkdómurinn fer versnandi með degi hverjum og hefur Sigrún hingað til forðast tilhugsunina um framtíðina.

Neitað um lyf sem gæti breytt lífi hans

Ísak Sigurðsson er þriggja barna faðir á fertugsaldri og hugbúnaðarsérfræðingur. Hann er með vöðva og taugahrörnunarsjúkdóm sem nú er hægt að meðhöndla en fær ekki lyf því hann er of gamall.

Sjá meira