Magnús Aron dæmdur í sextán ára fangelsi í Barðavogsmálinu Magnús Aron Magnússon, 21 árs karlmaður, var dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir að bana nágranna sínum Gylfa Bergmann Heimissyni utan við heimili beggja í Barðavogi í Reykjavík í júní í fyrra. Níu aðstandendum Gylfa voru dæmdar rúmlega 31,5 milljón króna í miskabætur. 27.4.2023 11:31
Anna Steinsen nýr stjórnarformaður UN Women Anna Steinsen var í dag kjörin nýr stjórnarformaður UN Women á Íslandi á aðalfundi félagsins. Hún tekur við stöðunni af Örnu Grímsdóttur lögfræðingi sem lætur af störfum eftir sex ára stjórnarformannssetu. 26.4.2023 23:36
„Ég er hér vegna þess að Donald Trump nauðgaði mér“ Rithöfundurinn E. Jean Carroll sagði fyrir dómi í dag að Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti hafi nauðgað henni á tíunda áratugnum. Í kjölfarið hafi hún ekki getað átt í ástarsamböndum og mannorð hennar hafi verið í rúst eftir að hann sakaði hana um lygar. 26.4.2023 23:02
Elsti nasistinn til að hljóta dóm er látinn Elsti maðurinn til að vera sakfelldur fyrir glæpi í helförinni er látinn, 102 ára að aldri. Josef Schütz var síðastliðinn júní sakfelldur fyrir að hafa aðstoðað við að myrða þúsundir fanga í Sachsenhausen-búðunum nærri Berlín á árunum 1942 til 1945. 26.4.2023 22:04
Ekki nógu stór skref tekin til að bregðast við ópíóðavandanum Þingmenn streymdu í pontu í dag til að ræða þá alvarlegu stöðu sem upp er komin vegna ópíóðafíknar á Íslandi. Yfirlæknir á Vogi óttast að andlátum vegna ópíóðafíknar muni fjölga til muna. Þingmaður segir að grípa þurfi til stórtækra aðgerða. 26.4.2023 21:43
Aukin hætta á netárásum vegna leiðtogafundarins Gera má ráð fyrir aukinni hættu á netárásum hér á landi dagana fyrir og á meðan leiðtogafundi Evrópuráðsins stendur. Forstjóri Syndis telur ljóst að óprúttnir aðilar muni reyna að nýta sér fundinn til að valda usla. 26.4.2023 18:27
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Sérsveitin fór í nærri tvöfalt fleiri útköll vegna vopnaburðar í fyrra en árið 2019. Verkefnastjóri hjá ríkislögreglustjóra segir yngri kynslóðir virðast gera minni greinarmun á sínu stafræna sjálfi og hinu hefðbundna. Dreifing ofbeldismyndbanda sé liður í frekari niðurlægingu þolenda. 26.4.2023 18:16
Fyrsta þjónustuheimsókn bandarísks kjarnorkukafbáts í dag Í dag fór fram fyrsta þjónustuheimsókn bandarísks kjarnorkukafbáts í íslenskri landhelgi. Landhelgisgæslan leiddi framkvæmdina í samstarfi við embætti ríkislögreglustjóra, Geislavarnir ríkisins og utanríkisráðuneytið. Vel gekk að flytja kost um borð í bátinn. 26.4.2023 18:16
Rúnar settur forstöðumaður Minjastofnunar til eins árs Rúnar Leifsson, doktor í fornleifafræði, hefur verið settur tímabundið í embætti forstöðumanns Minjastofnunar Íslands. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur sett hann í embættið til eins árs. 26.4.2023 18:05
Sýknaður af líkamsárás í jólahlaðborði með vinnunni Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað karlmann af líkamsárás en hann var ákærður fyrir að hafa veist að öryggisverði á hóteli og kýlt hann í andlitið. Öryggisvörðurinn hlaut mar yfir kinnbeini og vægan heilahristing í kjölfarið. 26.4.2023 17:45