Bara pláss fyrir eina konu og börnin hennar í kvennaathvarfinu á Akureyri Vegna fjárskorts mun kvennaathvarfið á Akureyri ekki geta tekið á móti fleiri en einni konu og börnum hennar í einu. Athvarfið var tilraunaverkefni til eins árs og hefur ekki tekist að tryggja fjármagn fyrir áframhaldandi óbreyttu starfi. 28.4.2023 14:17
Íslenskar og grænar lausnir kynntar Japönum Ísland mun ásamt Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð kynna grænar lausnir á heimssýningunni í Osaka í Japan árið 2025. Norðurlöndin sýna undir einum hatti á sýningunni. Búist er við að 28 milljónir manna muni heimsækja sýninguna. 28.4.2023 13:37
Ásgeiri brugðið þegar hann heyrði að Íslendingum hafi fjölgað um 3.000 á árinu Ásgeiri Jónssyni seðlabankastjóra var brugðið þegar hann fékk að vita það á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í morgun að Íslendingum hafi fjölgað um þrjú þúsund frá áramótum. 28.4.2023 11:59
Helga Jóna nýr verkefnisstjóri Sundabrautar Helga Jóna Jónasdóttir hefur verið ráðin verkefnisstjóri Sundabrautar hjá Vegagerðinni. Hún mun vinna fyrir verkefnisstjórn um undirbúning Sundabrautar sem skipuð var af innviðaráðherra í fyrra. Hún mun einnig vinna í nánu samstarfi við höfuðborgarsvæðið og þróunarsvið Vegagerðarinnar. 28.4.2023 11:23
Bindur vonir við nýja forystu ASÍ Ásgeir Jónsson segist binda miklar vonir við að ný forysta ASÍ komi sambandinu á þann stað að það verði aftur leiðandi á vinnumarkaði. Vinnumarkaðurinn þurfi að taka ábyrgð á sínum þætti í verðbólgunni og fara að grípa til aðgerða til að árangur náist í baráttu gegn henni. 28.4.2023 10:32
Grant segir Sun hafa brotist inn til sín Leikarinn Hugh Grant hefur sakað breska slúðurfréttablaðið um að hafa brotist inn í íbúð sína og komið GPS-tæki fyrir á bíl sínum í von um að komast að einhverju til að greina frá í blaðinu. Grant kom fyrir dóm í gær þar sem hann sakaði blaðið einnig um að hafa hlerað heimasímann sinn og hakkað sig inn í símsvarann. 28.4.2023 09:04
2.100 vildu vinna hjá Bláa lóninu í sumar Mikill fjöldi fólks fékk ekki sumarvinnu hjá Bláa lóninu en þúsundir umsókna bárust um hundrað störf sem auglýst var eftir. Aldrei hafa fleiri umsóknir borist um sumarstörf hjá fyrirtækinu. 27.4.2023 16:01
Þóra nýr forstjóri Nóa Síríus Þóra Gréta Þórisdóttir hefur verið ráðin forstjóri Nóa Síríus og tekur við starfinu af Lasse Ruud-Hansen, sem hefur gengt því frá árinu 2021. Lasse hverfur nú til annarra starfa hjá Orkla-samstæðunni og tekur Þóra við um mánaðamót. 27.4.2023 15:54
Andi Svavars sveif yfir vötnum þegar Íslandsmet var slegið í tónleikahaldi Sextíu tónlistarmenn, sem voru nánir vinir og kollegar Svavars Péturs Eysteinssonar, eða Prins Póló, stigu á svið í Gamla bíói í gær á styrktartónleikunum Hátíð hirðarinnar. Ekkja Svavars, Berglind Häsler, segir líklegt að Íslandsmet hafi verið slegið í fjölda tónlistarmanna sem kom fram á þessum fjögurra klukkustunda tónleikum. 27.4.2023 15:23
Orðræða um hvað fatlað fólk er dýrt niðurlægjandi Formaður Öryrkjabandalags Íslands segir engan málaflokk jafn útsettan fyrir ömurlegri orðræðu og málaflokk fatlaðra. Hún skilji vel að málaflokkurinn sé stór liður í reikningum sveitarfélaga en óskiljanlegt sé að talað sé um kostnað við málaflokkinn sem sligandi. 27.4.2023 14:06