„Ef þetta væri sláturhús væri því lokað tafarlaust“ Stjórnarmaður Dýraverndarsambands Íslands segir skýrt koma fram í nýrri skýrslu Matvælastofnunar um hvalveiðar að óásættanlega hátt hlutfall veiddra hvala hafi þjáðst. Hann segir að ef þarna væri einhver önnur matvælaframleiðsla á ferð væri löngu búið að stöðva þetta. 8.5.2023 15:07
Í gæsluvarðhaldi fyrir að falsa að fyrrverandi sambýliskonan væri á lífi Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni, sem er grunaður um fjársvik og skjalafals. Maðurinn er sagður hafa í áraraðir haldið því fram að fyrrverandi sambýliskona hans væri á lífi en hún lést árið 2014. Maðurinn dvaldi hins vegar í húsnæði Félagsbústaða, sem var skráð á konuna, tók út lyfseðilskyld lyf hennar og notaði fjármuni sem hún fær enn frá Tryggingastofnun. 8.5.2023 11:33
Uppsagnir í Árborg „niðurlægjandi“ Stéttarfélögin Báran og Foss segja framkvæmd uppsagna hátt í sextíu starfsmanna í Árborg í síðata mánuði hafa verið niðurlægjandi. Dæmi séu um að starfsfólk hafi verið látið bíða í röð til að mæta í viðtalsherbergi, þar sem þeir sem á undan voru, komu út niðurbrotnir. 8.5.2023 09:52
Mikil áskorun framundan fyrir viðbragðsaðila ef ekkert breytist Yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi tekur undir ákall ferðaþjónustunnar um bætta neyðarþjónustu á ferðamannastöðum. Hann segir manneklu og langan viðbragðstíma ekki aðeins koma niður á ferðamönnum heldur heimamönnum einna helst. 7.5.2023 20:30
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Dómsmálaráðherra mun leggja fyrir ríkisstjórnina tillögur að nýju úrræði fyrir fanga sem glíma við alvarleg andleg veikindi og þá borgara sem þurfa á öryggisvistun að halda. Rætt verður við Jón Gunnarsson í kvöldfréttum á Stöð 2. 7.5.2023 18:01
Hádegisfréttir Bylgjunnar Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli næstu helgi vegna aðgerðarleysis stjórnvalda þegar kemur að málefnum heimilanna. Formaður VR segir ástandið minna á árin í kringum hrunið. Við ræðum við formann VR í hádegisfréttum á Bylgjunni. 7.5.2023 11:52
Gullni hringurinn áhætta ef spár um ferðamannafjölda rætast Þjóðgarðsvörður á Þingvöllum segir tilefni til að stjórnvöld taki á öryggismálum á vinsælum ferðamannastöðum, sérstaklega í ljósi þess að vona er á minnst tveimur milljónum erlendra ferðamanna til landsins á árinu. Sjúkraflutningamaður segist hræðast að viðbragðsaðilar ráði ekki við þennan mikla fjölda. 7.5.2023 11:00
Þingmaður segir skort á símasambandi óviðunandi Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir óviðunandi að ekki sé símasamband við þjóðveg 1 eða stærstu ferðamannastaði landsins. Hann kallar eftir að byggt verði upp 5G fjarskiptakerfi eftir færeyskri fyrirmynd. 3.5.2023 16:05
Ákærður fyrir að beita stúlku kynferðisofbeldi í tólf ár Karlmaður hefur verið ákærður fyrir ítrekuð kynferðisbrot, brot gegn barnaverndarlögum og brot gegn áfengislögum gegn stúlku yfir tólf ára tímabil. Stúlkan hefur farið fram á að maðurinn greiði sér sjö milljónir króna í miskabætur. 3.5.2023 14:26
Var með lista yfir nemendur sem hann vildi skjóta Fjórtán ára gamall drengur, sem skaut níu til bana í grunnskóla í miðborg Belgrad í Serbíu í morgun, skipulagði árásina í heilan mánuð að sögn lögreglu. Þá var drengurinn með lista af nemendum sem hann vildi beina spjótum sínum að og búinn að ákveða hvaða skólastofum hann myndi byrja á. 3.5.2023 14:04