Hádegisfréttir Bylgjunnar Formaður neytendasamtakanna telur samráð Samskipa og Eimskipa hafa skilað sér til neytenda með hærra vöruverði. Hann segir það sorglegt að stjórnendur fyrirtækjannat tveggja hafi hagað sér með þessum hætti. Rætt verður við hann í hádegisfréttum á Bylgjunni. 2.9.2023 11:26
Stóru prinsippin hjá VG víki alltaf fyrir hagsmunum samstarfsflokkanna Píratar munu leggja fram frumvarp á Alþingi í vetur um algert bann á hvalveiðum. Þingmaður segir ákvörðun matvælaráðherra um að leyfa hvalveiðar fram að áramótum hafa komið sér á óvart. 1.9.2023 12:00
Vilja meina að ákvörðunin hafi ekki ráðið úrslitum ríkisstjórnarinnar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um áframhaldandi hvalveiðar hafi ekki bjargað ríkisstjórnarsamstarfinu. Vissulega hafi málið verið umdeilt meðal stjórnarflokkanna, en það hafi aldrei ógnað samstarfinu. 31.8.2023 14:45
„Ekki ráðherra til að fá útrás fyrir sína villtustu drauma“ Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, segir að margar hugmyndir hafi verið lagðar fram sem ættu að leiða til færri frávika við hvalveiðar. Hvalveiðar hefjast aftur á morgun en með ítarlegum skilyrðum en Svandís þvertekur fyrir að hún sé að láta undan hótunum með því að leyfa veiðarnar aftur. 31.8.2023 12:35
Hvalrekaskattur á bankana kemur til greina Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra segir koma til greina að leggja svokallaðan hvalrekaskatt á bankana vegna ofurhagnaðar sem má rekja til hærri vaxta. Það liggi þó ekkert fyrir um það innan ríkisstjórnar. 8.8.2023 20:06
Hádegisfréttir Bylgjunnar Karlmaður sem fór í óleyfi út í Surtsey og birti af því myndband á samfélagsmiðlum hefur verið kærður til lögreglu af Umhverfisstofnun. Forstjóri stofnunarinnar ræðir málið í hádegisfréttum á Bylgjunni. 8.8.2023 11:36
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Landsmenn lögðu flestir leið sína heim í dag eftir hátíðir verslunarmannahelgarinnar. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við varðstjóra hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í beinni en hann ætlar að gera upp umferðina um helgina. 7.8.2023 18:01
Náðu aftur ekki að rannsaka áhrif hrauns á innviði Hraun rann ekki yfir tilraunasvæði nærri Litla-Hrúti, þar sem rannsaka átti hvaða áhrif hraunið hefði á innviði, áður en hlé varð á eldgosinu. Rannsóknarprófessor segi greinilegt að bregðast þurfi fyrr við þegar næsta eldgos hefst til þess að hægt sé að ljúka þessu stigi rannsóknarinnar. 7.8.2023 17:01
Portúgalskur prestur þeytir skífum á næturklúbbum Portúgalskur prestur hefur leitað á ný mið til að boða ungu fólki trúnna. Hann þeytir skífum í næturklúbbum í frítíma sínum og spilaði fyrir 1,5 milljón manns í Lissabon á útihátíð á sunnudag. 7.8.2023 12:25
Hádegisfréttir Bylgjunnar Lögreglan á Suðurnesjum segir goshlé á Reykjanesskaga ekki hafa mikil áhrif á störf viðbragðsaðila á svæðinu. Erfiðlega gangi að manna vaktir, bæði hjá lögreglu og björgunarsveitum þessa dagana. 6.8.2023 11:33