Vaktin: Netanjahú segir Ísrael berjast við Nasista og myrkraöfl Þúsundir íbúa Gasa bíða nú við landamærin að Egyptalandi en miðlar vestanhafs greindu frá því í nótt að til stæði að opna fyrir umferð nú í morgunsárið. 16.10.2023 09:52
Tólf ára stúlka varð fyrir eggjakasti á meðan hún beið eftir strætó Tólf ára stúlka segir að sér hafi brugðið þegar hópur unglingsstráka kastaði í hana heilum eggjabakka á meðan hún beið eftir Strætó. 14.10.2023 23:13
Hundrað ára saga landnáms og aðskilnaðar Vika er liðin síðan stríð hófst í Ísrael og Palestínu. Dagurinn hófst þegar samtökin Hamas skutu eldflaugum frá Gasaströndinni á Ísrael og brutu stuttu síðar niður múrinn sem skilur Gasaströndina frá Ísrael. Við tóku blóðugar og hryllilegar árásir á landnemabæi Ísraelsmanna í suðri og svo gagnsókn Ísraelsmanna á Palestínumenn. Átökin eru þau blóðugustu í 75 ára deilu þjóðanna tveggja um þetta helga land. Hér verður stiklað á stóru í þessari löngu og flóknu sögu þjóðanna tveggja síðustu hundrað ár. 14.10.2023 07:00
„Tvískinnungur“ að fordæma stríðsglæpi Rússa en ekki Ísraelsmanna Lögmaður, sem hefur sérhæft sig í mannréttindum, segir allt stefna í þjóðernishreinsanir eða jafnvel þjóðarmorð á Gasaströndinni. Vestræn stjórnvöld sýni tvískinnung með því að hlaupa upp til handa og fóta til að fordæma stríðsglæpi Rússa en ekki Ísraela. 13.10.2023 20:53
Evrópuríki banna samkomur til stuðnings Palestínumönnum Þrjú Evrópulönd hafa bannað fólki að koma saman til að sýna Palestínumönnum stuðning og innanríkisráðherra Breta segir palestínska fánann jafn mikið hatursmerki og hakakrossinn. Formaður utanríkismálanefndar gerir ráð fyrir að þarna sé um vel ígrundaðar öryggisákvarðanir að ræða þó það sé alvarlegt að afskipti séu höfð af tjáningarfrelsinu. 13.10.2023 12:57
Vaktin: „Hver einasti Hamas-liði mun deyja“ Leiðtogar Ísraels heita því að drepa hvern og einn einasta Hamas-liða og að þurrka Hamas af yfirborði jarðarinnar. Ástandið á Gasaströndinni verður sífellt alvarlegra og þúsundir hafa fallið og særst á báða bóga. 11.10.2023 20:10
Samkomulag hefur náðst um þjóðstjórn Samkomulag hefur náðst milli Benjamíns Netanjahú forsætisráðherra og Benny Gantz, pólitísks andstæðings hans og leiðtoga stjórnarandstöðunnar, um að stjórnmálabandalag hans Þjóðareiningarbandalagið gangi til liðs við ríkisstjórnina til að mynda þjóðstjórn. 11.10.2023 14:21
Vaktin: Ástandið og árásirnar verri en áður Tugir þúsunda hafa flúið heimili sín á Gasaströndinni og ekkert lát er á loftárásum Ísraelsmanna. 2,3 milljónir manna búa á Gasaströndinni, um helmingur er börn. Meira en þúsund Ísraelsmenn og um 900 Palestínumenn hafa verið drepnir. 10.10.2023 21:00
Dagurinn í myndum: Syrgjandi ættingjar og börn í húsarústum Mikið hefur gengið á í Ísrael og Palestínu í dag. Átökin hafa haldið áfram og magnast með hverjum deginum. Ísraelsmenn hafa haldið úti loftárásum á Gasaströndina í allan dag og Hamas svarað í sömu mynt. Fjöldi fólks hefur verið drepinn í dag. 10.10.2023 17:05
Segir Gasaströndina hafa verið einangraða vegna ótta við hryðjuverkaógn Stefán Einar Stefánsson, siðfræðingur og fjölmiðlamaður, segir Ísraelsmenn hafa lokað Gasaströndina af, af ótta við hryðjuverkaógn og að allt færi úr böndunum innan ísraelskra landamæra. 10.10.2023 15:57