Listi yfir keppendur í Söngvakeppninni birtur Svo virðist sem listi yfir væntanlega þátttakendur í Söngvakeppni sjónvarpsins hafi verið birtur á Spotify en opinberun listans er ekki á dagskrá RÚV fyrr en í kvöld. 18.1.2020 16:12
Erdogan varar Evrópu við líbískri ógn Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, varar við því að Evrópu muni stafa ógn af hryðjuverkasamtökum falli ríkisstjórn Líbíu í Trípólí sem Sameinuðu þjóðirnar viðurkenna sem lögmæta ríkisstjórn landsins. 18.1.2020 15:50
Vonast til að ná fyrsta bátnum upp úr höfninni í dag Vinna er hafin við að hreinsa upp úr höfninni á Flateyri eftir snjóflóðin sem þar féllu á þriðjudagskvöld. Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri Ísafjarðarbæjar segir í samtali við fréttastofu að mikið verk sé fyrir höndum en vonast er til þess að það takist að koma fyrsta bátnum, Blossa, í land í dag. 18.1.2020 15:08
Málverk eftir Klimt sem stolið var fyrir 23 árum fundið Málverk eftir austurríska listmálarann Gustav Klimt fannst fyrir tilviljun á dögunum en því var stolið fyrir tæpum 23 árum. 18.1.2020 13:56
Disney tekur "Fox“ úr nafni 20th Century Fox Framkvæmdastjórn Disney hafa ákveðið að taka "Fox“ úr nafni 20th Century Fox kvikmyndaversins, sem er í eigu Disney, og telja margir það vera til að fjarlægja kvikmyndaverið frá fyrrverandi eiganda þess, Rupert Murdoch. 18.1.2020 13:17
Enn einn gallinn fannst í hugbúnaði 737 Max Boeing vinnur nú að því að laga galla í ræsingarkerfi hugbúnaðar 737 Max vélanna sem var nýlega uppgötvaður. Hugbúnaðargallinn bætist við langan lista hluta sem laga þarf í vélunum sem hafa verið kyrrsettar frá því í fyrra. 18.1.2020 12:08
Bein útsending frá kynningarfundi um Hálendisþjóðgarð Bein útsending er nú frá kynningarfundi umhverfis- og auðlindaráðuneytisins um Hálendisþjóðgarð stendur nú yfir í Skriðu, byggingu Háskóla Íslands í Stakkahlíð. 18.1.2020 11:10
Veganistur: „Þetta snýst ekki um að vera fullkominn“ Systurnar Helga María og Júlía Sif Ragnarsdætur eru báðar grænkerar, eða vegan, og halda úti blogginu Veganistur. Þær kynntust vegan lífsstílnum fyrir átta árum fyrir algjöra tilviljun. 18.1.2020 10:36
Starfsfólk Meghan og Harry fært til í starfi Starfsfólk Harry Bretaprins og Meghan Markle á heimili þeirra í Bretlandi hefur að sögn verið fært til í starfi. Talið er að það gefi til kynna að parið muni ekki verja tíma í Bretlandi á næstu misserum. 18.1.2020 09:45
Lögregla í Delhi ber ekki kennsl á árásarmenn en ákærir slasaða stúdenta í staðin Enginn úr hópi árásarmanna hefur verið handtekinn en formaður stúdentaráðs háskólans, sem var barin í höfuðið með járnteini í árásinni sem gerð var á sunnudag, hefur verið ákærð fyrir tvö ótengd mál. 7.1.2020 21:45