Fjöldauppsagnir hjá Controlant Að minnsta kosti tíu starfsmönnum hefur verið sagt upp hjá Controlant. Þetta herma heimildir fréttastofu. 27.11.2023 12:05
Skipar nýja stjórn undir forystu Morawiecki þrátt fyrir minnihluta Síðdegis í dag mun Andrzej Duda, forseti Póllands, skipa nýja ríkisstjórn undir forystu Mateuszar Morawiecki. Þetta gerir hann þrátt fyrir að Morawiecki hafi ekki meirihluta. 27.11.2023 11:05
Afreksíþróttamaður myrti brúði sína og þrjá aðra í brúðkaupinu Taílenskur íþróttamaður og fyrrverandi hermaður skaut brúði sína og þrjá til viðbótar, áður en hann skaut sjálfan sig til bana, á sjálfan brúðkaupsdaginn. Brúðkaupsgestir segja brúðhjónin hafa rifist í veislunni. 27.11.2023 10:14
Fimmtán ára piltur talinn hafa stungið jafnaldra sinn til bana Fimmtán ára danskur piltur verður dreginn fyrir dómara í dag og yfirheyrður. Pilturinn er grunaður um að hafa stungið jafnaldra sinn til bana í bænum Grenaa á Jótlandi í gær. Pilturinn hefur verið ákærður fyrir manndráp. 27.11.2023 09:04
Vissi af ölvun flugmannsins og fær aðeins þriðjung bóta Maður fær ekki fullar slysabætur vegna líkamstjóns sem hann varð fyrir í umferðarslysi árið 2017. Segir í dómnum að maðurinn hafi í aðdraganda slyssins varið löngum tíma með ökumanni bílsins, sem hafi neytt áfengis í aðdragandanum, og gerst sekur um stórkostlegt gáleysi með því að stíga upp í bílinn vitandi að ökumaðurinn væri drukkinn. 27.11.2023 08:22
Snjóbyssur komnar í gang í Bláfjöllum og stefnt á að fólk komist á skíði fyrir jól Snjóframleiðsla er hafin á skíðasvæðinu í Bláfjöllum. Framleiðslan mun tryggja það að hægt verður að hafa svæðið opið mun oftar en áður svo lengi sem frystir. Rekstrarstjóri skíðasvæðisins vonast til að hægt verði að hleypa fólki á skíði fyrir jól. 23.11.2023 20:49
Vilja lagabreytingu svo hægt sé að banna reykingar í fjölbýli Mikið ónæði hlýst af reykingum í og við fjöleignarhús að sögn Húseigendafélagsins. Fjöldi fólks hefur leitað til þess vegna ónæðis af völdum reykjandi nágranna. Lögfræðingur félagsins vill að lögum verði breytt svo hægt sé að banna reykingar í fjölbýlishúsum. 23.11.2023 12:29
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður farið yfir stöðu mála í Grindavík og rætt verður við Lilju Björk Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans, um kröfu Grindvíkinga að lánastofnanir bregðist betur við þeim vanda sem er upp kominn. 19.11.2023 17:58
Hádegisfréttir Bylgjunnar Þingmenn af Suðurnesjum segja nauðsynlegt að finna lausn á lánamálum Grindvíkinga svo íbúar þurfi ekki að hafa fjárhagsáhyggjur. Bankarnir hafi svigrúm til þess að leggja sitt af mörkum. Ef þeir taki ekki af skarið sjálfir þurfi stjórnvöld að grípa til aðgerða. 19.11.2023 11:31
Safna dósum svo grindvísk börn fái bangsa Síðustu daga hafa fyrirtæki, einstaklingar og verkalýðsfélög lýst yfir stuðningi við Grindvíkinga og boðið fram aðstoð. Nokkrir ungir drengir úr Laugardalnum vildu leggja sitt af mörkum til að aðstoða Grindvíkinga. Þeir safna nú dósum til að grindvísk börn geti eignast nýjan bangsa. 18.11.2023 21:47