Enginn greindist með kórónuveiruna Ekkert kórónuveirusmit greindist síðasta sólarhringinn hér á landi samkvæmt nýjum tölum á Covid.is sem birtar voru um klukkan 13. 31.5.2020 14:10
Takmarkanir á skólastarfi mögulega með öðrum hætti komi önnur bylgja Covid Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir að endurmeta þurfi takmarkanir á skólastarfi ef komi til annarrar bylgju kórónuveirufaraldursins. Staðreyndir sem lúti að börnum varðandi Covid, það að veiran smitist lítið milli barna, að börn verði lítið veik og þau smiti nánast ekkert, gætu orðið til að takmarkanir verði með öðrum hætti. 31.5.2020 12:45
Endurmeta heimsóknarbann á hjúkrunarheimilum Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir að ákvarðanir er varða heimsóknarbann á hjúkrunarheimilum þurfi að endurmeta ef komi til annarrar bylgju Covid-19. 31.5.2020 12:01
Frestar fundi G7 aftur Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í morgun að hann myndi þrátt fyrir allt fresta fundi G7 ríkjanna í ár fram í september. Trump sagði í síðustu viku að líklegast yrði fundurinn haldinn í Washington, þar sem leiðtogarnir myndu hittast augliti til auglits. 31.5.2020 11:03
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Vaxandi ólga og spenna er í óeirðum og mótmælum í Bandaríkjunum vegna dauða George Floyd sem lést þegar lögreglumaður þrengdi að hálsi hans þegar hann var handtekinn á mánudag Minneapolis. 30.5.2020 18:00
Aukin hætta á aurskriðum og grjóthruni Búast má við aukinni hættu á jarðvegsskriðum, aurskriðum og grjóthruni næstu daga á Norður-, Norðaustur- og Austurlandi. 30.5.2020 17:19
Blaðamaður meðal hinna látnu Blaðamaður og tæknisérfræðingur létust og minnst sjö særðust þegar rúta sem keyrði starfsmenn afganskrar sjónvarpsstöðvar sprakk í Kabúl í dag. 30.5.2020 16:37
Kylie Jenner ekki lengur á lista Forbes yfir milljarðamæringa Viðskiptablaðið Forbes hefur fjarlægt Kylie Jenner, raunveruleikastjörnu og frumkvöðul, af lista sínum yfir milljarðamæringa. Blaðið sakar hana og fjölskyldu hennar um að ýkja virði snyrtivörufyrirtækis hennar. 30.5.2020 14:47
Evrópusambandið biðlar til Bandaríkjanna að endurmeta stuðning við WHO Evrópusambandið biðlar til Bandaríkjanna að endurmeta ákvörðun sína að hætta að styrkja Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina, WHO, vegna viðbragða stofnunarinnar við kórónuveirufaraldrinum. 30.5.2020 14:16
Microsoft skiptir blaðamönnum út fyrir vélmenni Microsoft hyggst skipta blaðamönnum sem skrifa fréttir fyrir MSN vefsíðu fyrirtækisins út fyrir vélmenni sem velja nýtt fréttaefni sjálfkrafa. 30.5.2020 13:37