Sendiherrann baðst undan viðtali um niðurstöðu kosninganna Bandaríski sendiherrann á Íslandi hyggst ekki tjá sig um niðurstöðu bandarísku forsetakosninganna. Fréttastofa óskaði eftir viðbrögðum sendiherrans við niðurstöðum kosninganna. 9.11.2020 19:42
Byggja lúxushótel í Eyjafirði: „Bjartsýnir fyrir framtíð Íslands“ Félagarnir Björgvin Björgvinsson og Jóhann Haukur Hafstein, fyrrverandi landsliðsmenn á skíðum og eigendur Viking Heliskiing og Scandic Guides, hafa ákveðið að hefja byggingu á lúxushóteli rétt við Grenivík í Eyjafirði. 9.11.2020 18:17
Rússnesk herþyrla skotin niður af Aserbaídsjan Tveir létust þegar rússnesk herþyrla var skotin niður í Armeníu í dag. Aserbaídsjan hefur nú viðurkennt að hafa skotið þyrluna niður fyrir slysni og hefur berist afsökunar. Árásin tengist átökum milli Asera og Armena um héraðið Nagorno-Karabakh. 9.11.2020 17:37
Tengdasonur Erdogan segir af sér sem fjármálaráðherra Berat Albayrak, fjármálaráðherra Tyrklands, tilkynnti í dag að hann hefði ákveðið að segja af sér heilsu sinnar vegna. 8.11.2020 22:45
Síbrotafugl handsamaður af lögreglunni Tólf ára gamall örn, eða síbrotafugl eins og lögreglan á Vestfjörðum kallar hann, var í dag handsamaður eftir að hafa komið sér í ógöngur. 8.11.2020 21:12
Rúmlega 270 létust í gær í Frakklandi vegna Covid 271 létust síðasta sólarhringinn vegna Covid-19 í Frakklandi. Nú hafa alls 40.439 látist af völdum veirunnar þar í landi og hafa tæplega 1,8 milljónir manna greinst smitaðir af veirunni en rúmlega 38 þúsund manns greindust síðasta sólarhringinn. 8.11.2020 20:35
Vill að nágrannalöndin taki höndum saman eftir ósigur Trump Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra Íran, biðlaði í dag til nágrannalandanna að taka saman höndum til þess að tryggja sameiginlega hagsmuni í kjölfar ósigurs Donalds Trump Bandaríkjaforseta í forsetakosningunum. 8.11.2020 19:48
Kallar eftir auknum stuðningi ríkisins við sveitarfélög Heiða Björg Hilmisdóttir, sem var í gær endurkjörin varaformaður Samfylkingarinnar með 60% greiddra atkvæða, segir ljóst að ríkið þurfi að verja sveitarfélögin núna á tímum kórónuveirunnar. 8.11.2020 19:45
Elliði bjargar Kamölu Harris „Til vonar og vara bleytti ég brauð í Pönk bjór og gaf henni. Veit ekki hvort það hjálpar henni en hef tekið eftir því að vinur minn jafnar sig alltaf best á viðbeinsbrotum ef hann fær pönkbjór sem fyrst,“ segir Elliði. 8.11.2020 19:13
Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna lýsti yfir sigri í nótt. Fráfarandi forseti landsins Donald Trump heldur ásökunum um kosningasvik til streitu án sannana og hefur ekki enn óskað verðandi forseta til hamingju með sigurinn og þannig viðurkennt ósigur sinn. 8.11.2020 18:00