Fagfélögin vísa kjaradeilu til ríkissáttasemjara Samninganefndir Fagfélaganna hafa vísað kjaradeilu félaganna við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. Fagfélögin eru ekki hluti af breiðfylkingu, sem telur um 93 prósent félagsmanna ASÍ, sem nú semur um kjör við SA. 16.1.2024 07:42
Tilkynnti sjálfan sig fyrir ölvunarakstur Maður var handtekinn í gær fyrir ölvunarakstur. Maðurinn hafði sjálfur tilkynnt sig til lögreglu eftir að hafa áttað sig á að hann gæti ekki haldið akstri áfram sökum ölvunar og vildi ekki stofna öðrum í hættu. Manninum var sleppt að lokinni blóðsýnatöku. 16.1.2024 06:55
Succession, Beef og The Bear sópuðu til sín verðlaunum Segja má að Succession, Beef og The Bear hafi verið sigursælustu sjónvarpsþættir gærkvöldsins á Emmy verðlaunahátíðinni. 16.1.2024 06:36
Gul viðvörun víða um land Gul veðurviðvörun tekur gildi víða um land síðdegis í dag og varir fram á morgun. Búast má við norðan stormi og hríð. 16.1.2024 06:03
Mál Grindavíkur ekki á dagskrá fyrr en á fimmtudag Þingmaður Viðreisnar segir skrýtið að fyrsta fundi velferðarnefndar Alþingis eftir jólafrí hafi verið frestað um tvo daga og furðar sig á að mál Grindavíkur verði ekki rædd á þeim fundi. Hann segir vinnubrögðin óboðleg. 16.1.2024 05:51
Engin kvika sést síðan klukkan eitt í nótt Engin kvika hefur sést koma upp úr sprungunum norðan Grindavíkur síðan klukkan 1:08 í nótt. Vakthafandi náttúruvársérfræðingur segir eldgosið virðast hafa fjarað alveg út. 16.1.2024 05:39
Jákvætt að sjá að varnargarðarnir virki Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir jákvætt að sjá að varnargarðarnir, sem byrjað var að reisa fyrir norðan Grindavík í byrjun mánaðar, hafi virkað og haldið mestöllu hrauninu frá bænum. 15.1.2024 08:24
Hættulegur strákur: „Tilfinningin var eins og í Hollywood-mynd“ Sigurður Þórðarson, betur þekktur sem Siggi hakkari, segir árin sem hann var virkur í störfum WikiLeaks helst minna á Hollywood-mynd. Hann segir fáránlegt að sér hafi verið treyst fyrir jafn miklu og raun bar vitni þegar hann var bara unglingur. 15.1.2024 08:01
Hafa tvöfaldað auð sinn á fjórum árum Fimm ríkustu menn í heimi hafa rúmlega tvöfaldað auð sinn frá árinu 2020. Á sama tíma hefur staða sextíu prósenta jarðarbúa versnað, en það eru næstum því fimm milljarðar manna. 15.1.2024 07:49
Fastanefndir þingsins koma saman og hefja störf Fastanefndir Alþingis hefja störf í dag en vika er þangað til þingið kemur saman eftir jólafrí. Fundað verður í fjórum fastanefndum í dag, það er stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, fjárlaganefnd, atvinnuveganefnd og allsherjar- og menntamálanefnd. 15.1.2024 07:16