Fréttamaður

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir

Hallgerður Kolbrún er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Seyðfirðingar allir komnir með svefnpláss fyrir nóttina

Seyðfirðingar eru allir komnir til Egilsstaða í fjöldahjálparstöð Rauða krossins sem opnuð var í grunnskólanum þar. Að sögn Rögnvaldar Ólafssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, hafa allir fengið rúmpláss fyrir nóttina og enginn mun þurfa að halda til í skólanum í nótt.

Hol­ræsin hafa ekki undan og slökkvi­liðið reynir að bjarga kjöllurum frá vatns­skemmdum

Slökkviliðsmenn á Seyðisfirði hafa undanfarna daga átt fullt í fangi með að dæla vatni upp úr kjöllurum og að dæla vatn úr holræsum sem hafa ekki haft undan. Haraldur Geir Eðvaldsson, slökkviliðsstjóri á Seyðisfirði segir að enn sé mikið eftir og að starf slökkviliðsins muni ekki hefjast af alvöru fyrr en íbúar hafa snúið aftur heim til sín.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í fréttatímanum greinum við ítarlega frá náttúruhamförunum á Seyðisfirði en Almannavarnir skipuðu öllum að yfirgefa bæinn síðdegis eftir að stór aurskriða féll á tíu hús og gjöreyðilagði eitt þeirra. Neyðarstig almannavarna er í gildi á Seyðisfirði en hættustig á Eskifirði vegna skriðuhættu.

Áfram hættustig á Seyðisfirði og aurskriða féll í Eskifirði

Hættustig almannavarna mun áfram vera í gildi á Seyðisfirði vegna skriðuhættu. Þá er óvissustig einnig í gildi á Austurlandi vegna skriðuhættu. Þrjú hlaup urðu í Búðará í dag auk aurskriðuflóðs við Selsstaði sem lokaði vegi. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Almannavarna.

Fjöldi þekktra vill á fram­boðs­lista Sam­fylkingarinnar

Samfylkingin í Reykjavík sendi í dag frá sér lista af fólki sem býður sig fram til uppstillingar á framboðslistum Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir næstu Alþingiskosningar. Listinn er ekki endanlegur framboðslisti heldur gafst flokksmönnum tækifæri til að stinga upp á fólki sem gæti prýtt framboðslista samfylkingarinnar.

Fyrr­verandi ritstjóri DV greiðir knattspyrnu- og lögreglumanni bætur

Lilja Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi ritstjóri DV, var í dag dæmd í Héraðsdómi Reykjaness til að greiða fimm hundruð þúsund krónur í miskabætur og 1,7 milljónir króna í málskostnað. Það var vegna fréttar sem miðillinn birti um lögreglumann sem sakaður var um að hafa við embættisstörf slasað ungan mann í febrúar síðastliðnum.

Telur að skoða þurfi verkferla í tengslum við skriðuföll

Sveitarstjóri Múlaþings segist sammála því að skoða þurfi verkferla í tengslum við skriðuföll. Guðrún Ásta Tryggvadóttir, sem á hús við Botnahlíð þar sem aurskriður féllu, hafði haft áhyggjur af mögulegum skriðuföllum og kallað eftir upplýsingum um verkferla. Henni var sagt að lítil hætta væri á skriðuföllum.

Sjá meira