Holræsin hafa ekki undan og slökkviliðið reynir að bjarga kjöllurum frá vatnsskemmdum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. desember 2020 20:08 Haraldur Geir Eðvaldsson, slökkviliðsstjóri á Seyðisfirði. Vísir Slökkviliðsmenn á Seyðisfirði hafa undanfarna daga átt fullt í fangi með að dæla vatni upp úr kjöllurum og að dæla vatn úr holræsum sem hafa ekki haft undan. Haraldur Geir Eðvaldsson, slökkviliðsstjóri á Seyðisfirði segir að enn sé mikið eftir og að starf slökkviliðsins muni ekki hefjast af alvöru fyrr en íbúar hafa snúið aftur heim til sín. „Það má segja að þetta sé ekkert almennilega byrjað hjá okkur. Fólk á eftir að komast inn í húsin sín og þegar fólk fær að fara heim til sín þá kemur í ljós hvað er að gerast í kjöllurum þannig að við erum ekki almennilega búnir að smakka á þessu enn þá,“ segir Haraldur í samtali við fréttastofu. „Við vonum að þetta bjargi einhverju en það er auðvitað alltaf mjög vont þegar hús fyllast af vatni. Það sem er svo vont fyrir okkur í þessu er að það er svo mikil drulla saman við, þá er svo erfitt að dæla þessu með okkar búnaði.“ Í dag hafa þeir staðið í því að dæla vatni af lóðum og upp úr kjöllurum en mikið lá undir. Fjarskiptabúnaður í eigu Mílu er staðsettur í tækjahúsi á svæðinu þar sem hætta var á að vatn flæddi inn og lá mikið á að dæla vatninu annað. „Við höfum verið að dæla vatni sem var komið yfir þessa lóð hérna og umlykur húsið. Í húsinu er viðkvæmur tæknibúnaður sem við þurfum að verja fyrir vatni. Við höfum bara verið að vinna að því í dag að koma þessu vatni hérna frá og svo dæla úr kjöllurum úr húsunum hérna fyrir aftan okkur,“ segir Haraldur. Gríðarlegar rigningar hafa dunið yfir Austurland síðustu daga og er því gríðarlegt magn af vatni á svæðinu. „Við erum að dæla á milli fjögur og fimm þúsund lítrum á mínútu og höfum verið að því í rúma þrjá tíma. Þannig að þetta er töluvert magn af vatni sem er á ferðinni hérna. Þetta er ofboðslega mikið og gríðarlega erfitt að ráða við þetta því það bætir endalaust í. Það er rosalega erfitt að koma þessu frá okkur,“ segir Haraldur. Hefur aldrei áður orðið gegnblautur í slökkviliðsgallanum Slökkviliðið þurfti að dæla upp úr holræsibrunni bæjarins í gær og segir Haraldur að þeir bíði nú eftir því að vera kallaðir aftur út í það verkefnið. Holræsin hafi ekki undan og það fyllist allt. Slökkviliðið er þó þokkalega vel mannað að sögn Haraldar og hefur hingað til haft undan. „Við erum þokkalega vel mannaðir hérna á Seyðisfirði og getum kallað til menn úr öðrum slökkviliðum líka. Þannig að við höfum dálítið úthald, já.“ „Þetta er krefjandi og við verðum að passa okkur á því að skipta um menn og við erum með auka galla til þess að fara í þegar við erum orðnir gegnblautir,“ segir Haraldur. Hefurðu lent í því áður sem slökkviliðsmaður að gallinn blotni í gegn? „Nei ég hef aldrei lent í því áður. Það er alveg ný upplifun að vera alveg blautur í gegn,“ segir Haraldur. Veður Múlaþing Slökkvilið Náttúruhamfarir Aurskriður á Seyðisfirði Tengdar fréttir Um 30 ár síðan heilt bæjarfélag var síðast rýmt Neyðarástand er í gildi á Seyðisfirði vegna aurskriða sem þar hafa fallið síðustu sólarhringa. Stór skriða féll á byggðina um klukkan hálf fjögur í dag sem hreif með sér hús sem jafnaðist nánast við jörðu. 18. desember 2020 19:06 Erfiðar aðstæður á Seyðisfirði: „Það er bara vatn alls staðar“ Enn er mikil úrkoma og bleyta á Seyðisfirði þar sem tvær aurskriður féllu í nótt. Urð, grjót og drulla er úti um allt í bænum en eiginlegt hreinsunarstarf getur ekki hafist fyrr en það dregur úr úrkomunni og birtir til. 18. desember 2020 09:55 Aurskriða tók með sér hús á Seyðisfirði Tvær nýjar aurskriður féllu úr Nautaklauf á Seyðisfirði í nótt. Önnur skriðan tók með sér hús og flutti fimmtíu metra. 18. desember 2020 06:42 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Útlit fyrir þokkalegt veður Veður Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Fleiri fréttir Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Sjá meira
„Það má segja að þetta sé ekkert almennilega byrjað hjá okkur. Fólk á eftir að komast inn í húsin sín og þegar fólk fær að fara heim til sín þá kemur í ljós hvað er að gerast í kjöllurum þannig að við erum ekki almennilega búnir að smakka á þessu enn þá,“ segir Haraldur í samtali við fréttastofu. „Við vonum að þetta bjargi einhverju en það er auðvitað alltaf mjög vont þegar hús fyllast af vatni. Það sem er svo vont fyrir okkur í þessu er að það er svo mikil drulla saman við, þá er svo erfitt að dæla þessu með okkar búnaði.“ Í dag hafa þeir staðið í því að dæla vatni af lóðum og upp úr kjöllurum en mikið lá undir. Fjarskiptabúnaður í eigu Mílu er staðsettur í tækjahúsi á svæðinu þar sem hætta var á að vatn flæddi inn og lá mikið á að dæla vatninu annað. „Við höfum verið að dæla vatni sem var komið yfir þessa lóð hérna og umlykur húsið. Í húsinu er viðkvæmur tæknibúnaður sem við þurfum að verja fyrir vatni. Við höfum bara verið að vinna að því í dag að koma þessu vatni hérna frá og svo dæla úr kjöllurum úr húsunum hérna fyrir aftan okkur,“ segir Haraldur. Gríðarlegar rigningar hafa dunið yfir Austurland síðustu daga og er því gríðarlegt magn af vatni á svæðinu. „Við erum að dæla á milli fjögur og fimm þúsund lítrum á mínútu og höfum verið að því í rúma þrjá tíma. Þannig að þetta er töluvert magn af vatni sem er á ferðinni hérna. Þetta er ofboðslega mikið og gríðarlega erfitt að ráða við þetta því það bætir endalaust í. Það er rosalega erfitt að koma þessu frá okkur,“ segir Haraldur. Hefur aldrei áður orðið gegnblautur í slökkviliðsgallanum Slökkviliðið þurfti að dæla upp úr holræsibrunni bæjarins í gær og segir Haraldur að þeir bíði nú eftir því að vera kallaðir aftur út í það verkefnið. Holræsin hafi ekki undan og það fyllist allt. Slökkviliðið er þó þokkalega vel mannað að sögn Haraldar og hefur hingað til haft undan. „Við erum þokkalega vel mannaðir hérna á Seyðisfirði og getum kallað til menn úr öðrum slökkviliðum líka. Þannig að við höfum dálítið úthald, já.“ „Þetta er krefjandi og við verðum að passa okkur á því að skipta um menn og við erum með auka galla til þess að fara í þegar við erum orðnir gegnblautir,“ segir Haraldur. Hefurðu lent í því áður sem slökkviliðsmaður að gallinn blotni í gegn? „Nei ég hef aldrei lent í því áður. Það er alveg ný upplifun að vera alveg blautur í gegn,“ segir Haraldur.
Veður Múlaþing Slökkvilið Náttúruhamfarir Aurskriður á Seyðisfirði Tengdar fréttir Um 30 ár síðan heilt bæjarfélag var síðast rýmt Neyðarástand er í gildi á Seyðisfirði vegna aurskriða sem þar hafa fallið síðustu sólarhringa. Stór skriða féll á byggðina um klukkan hálf fjögur í dag sem hreif með sér hús sem jafnaðist nánast við jörðu. 18. desember 2020 19:06 Erfiðar aðstæður á Seyðisfirði: „Það er bara vatn alls staðar“ Enn er mikil úrkoma og bleyta á Seyðisfirði þar sem tvær aurskriður féllu í nótt. Urð, grjót og drulla er úti um allt í bænum en eiginlegt hreinsunarstarf getur ekki hafist fyrr en það dregur úr úrkomunni og birtir til. 18. desember 2020 09:55 Aurskriða tók með sér hús á Seyðisfirði Tvær nýjar aurskriður féllu úr Nautaklauf á Seyðisfirði í nótt. Önnur skriðan tók með sér hús og flutti fimmtíu metra. 18. desember 2020 06:42 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Útlit fyrir þokkalegt veður Veður Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Fleiri fréttir Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Sjá meira
Um 30 ár síðan heilt bæjarfélag var síðast rýmt Neyðarástand er í gildi á Seyðisfirði vegna aurskriða sem þar hafa fallið síðustu sólarhringa. Stór skriða féll á byggðina um klukkan hálf fjögur í dag sem hreif með sér hús sem jafnaðist nánast við jörðu. 18. desember 2020 19:06
Erfiðar aðstæður á Seyðisfirði: „Það er bara vatn alls staðar“ Enn er mikil úrkoma og bleyta á Seyðisfirði þar sem tvær aurskriður féllu í nótt. Urð, grjót og drulla er úti um allt í bænum en eiginlegt hreinsunarstarf getur ekki hafist fyrr en það dregur úr úrkomunni og birtir til. 18. desember 2020 09:55
Aurskriða tók með sér hús á Seyðisfirði Tvær nýjar aurskriður féllu úr Nautaklauf á Seyðisfirði í nótt. Önnur skriðan tók með sér hús og flutti fimmtíu metra. 18. desember 2020 06:42