Hvorki starfsmenn né sjúklingar smitaðir af veirunni Enginn sjúklingur á blóð- og krabbameinslækningadeild Landspítalans, utan þess sjúklings sem greindist í gærkvöldi, reyndist smitaður af Covid-19. Starfsmenn og sjúklingar á deildinni voru skimaðir fyrir veirunni í morgun og kom fram fyrr í dag að enginn starfsmaður hafi reynst smitaður af veirunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landspítalanum. 14.1.2021 17:22
Segir stjórnvöld hafa gert mistök í að elta Evrópusambandið í bóluefnamálum Prófessor í ónæmisfræði furðar sig á því að Ísland skuli hafa hengt sig á Evrópusambandið við kaup á bóluefni, þegar það sé yfirlýst stefna hérlendra stjórnvalda að vera utan þess. Íslenska þjóðin hefði getað tekið forystu í bólusetningum og þannig klárað að bólusetja alla þjóðina á skömmum tíma. 10.1.2021 17:50
Bóluefnaskammtar fyrir 660 þúsund manns hafa verið tryggðir Búist er við að í næstu viku verði ljóst hvenær bóluefni AstraZeneca fær markaðsleyfi í Evrópu, að sögn forstjóra Lyfjastofnunar. 10.1.2021 17:33
Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út að Kerhólakambi vegna slasaðrar göngukonu Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út vegna göngukonu sem slasaðist á fæti við Kerhólakamb. Björgunarstarf fer nú fram úr lofti þar sem erfitt er að komast landleiðina vegna mikillar hálku. 10.1.2021 17:18
Trump bað kosningaeftirlitsmann í Georgíu að „finna svindlið“ Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, hvatti kosningaeftirlitsmann í Georgíu til þess að „finna svindlið“ og sagði að hann yrði þjóðhetja ef það tækist. Þetta er þriðja skiptið sem því er lýst að Trump hafi hringt í háttsetta embættismenn í Georgíu í von um að þeir myndu snúa niðurstöðum kosninganna. 10.1.2021 16:01
Tveir fluttir með þyrlu á Landspítalann Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur flutt tvo göngumenn, sem slösuðust á Móskarðshnúkum á þriðja tímanum í dag, á Landspítalann í Fossvoginn og lenti þar fyrir skömmu. Þetta staðfestir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar í samtali við fréttastofu. 10.1.2021 15:46
Telur það gott skref ef hluti Íslandsbanka yrði gefinn þjóðinni Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur að það yrði gott skref ef hluti eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka yrði afhentur almenningi landsins. 10.1.2021 15:06
Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í Móskarðshnúkum Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út nú á þriðja tímanum eftir að tilkynning barst um að slys hefði orðið í Móskarðshnúkum. 10.1.2021 14:56
Bandaríkin aflétta samskiptabanni við Taívan Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti í dag að áratugalöngu samskiptabanni við Taívan verði aflétt. Bannið var kynnt í Bandaríkjunum fyrir mörgum áratugum síðan, til þess að friðþægja yfirvöld á meginlandi Kína. 10.1.2021 12:55
Segist uggandi að konur fari nú í fyrstu skimun við brjóstakrabbameini um fimmtugt Konum verður ekki lengur boðið í skimun fyrir brjóstakrabbameini við fertugt heldur verður boðið í fyrstu skimun við fimmtugt. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður viðreisnar segir það skjóta skökku við, en tilmæli Landlæknis og Fagráðs um brjóstakrabbamein eru að skimun hefjist við 45 ára aldur. 10.1.2021 12:30