Sækja svarta kassann úr flugvélinni sem hrapaði Búið er að staðsetja svarta kassann úr flugvélinni sem hrapaði stuttu eftir flugtak á Jakarta í Indónesíu í gær. Björgunarskip hafa haldið út aðgerðum frá því í gær og kafarar sjóhersins ættu fljótlega að geta sótt kassann, sem er í hafinu. 10.1.2021 12:07
Réðust á og rændu skutlara Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar tveggja aðila sem grunaðir eru um að hafa ráðist á og rænt svokallaðan skutlara í Hafnarfirði í nótt. 9.1.2021 16:48
Vestanverðum Neskaupstað lokað fyrir umferð vegna aftakaveðurs Aftakaveður er á Austurlandi og appelsínugular veðurviðvaranir í gildi á öllum austurhelmingi landsins. Búist er við því að veðrið taki að lægja eftir miðnætti en þangað til verður ekkert ferðaveður. 9.1.2021 16:22
Áhyggjuefni hve mikið smituðum hefur fjölgað Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir það kveikja á viðvörunarbjöllum að greindum kórónuveirusmitum hafi fjölgað núna eftir áramót. Tíu greindust með veiruna innanlands í gær en tveir daginn þar áður. Níu af þessum tíu voru í sóttkví. 9.1.2021 16:15
Þrír látnir vegna snjókomunnar á Spáni Þrír hafa látist í storminum sem ríður nú yfir Spán. Mikill snjór hefur fallið um allt landið og hefur veðrið komið í veg fyrir ferðalög. Þetta er mesta snjókoma sem sést hefur í Madríd í áratugi og viðbragðsaðilar hafa verið kallaðir út til þess að aðstoða ökumenn sem hafa fest bíla sína í snjónum. 9.1.2021 15:23
Kim Jong Un segir Bandaríkin stærsta óvin ríkisins Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, hefur kallað eftir því að kjarnorkuvopn ríkisins verði þróuð betur. Þá segir hann Bandaríkin stærsta óvin ríkisins. Frá þessu var greint á ríkismiðli Norður-Kóreu í dag. 9.1.2021 14:02
Tilkynnt um annað tilvik alvarlegra aukaverkana í kjölfar bólusetningar Ein tilkynning hefur borist til Lyfjastofnunar um andlát eftir bólusetningu gegn Covid-19 til viðbótar við þær fjórar tilkynningar sem greint var frá fyrr í vikunni. Um er að ræða aldraða manneskju sem var bólusett í lok desember en lést fyrir skömmu. 9.1.2021 12:56
Boeing 737 vél með sextíu farþega horfin: Telja sig hafa fundið brak úr vélinni Flugvél indónesíska flugfélagsins Sriwijaya Air, flug SJ182, hvarf af radar stuttu eftir flugtak frá Jakarta í morgun. Um er að ræða Boeing 737-500 vél en hún hafði lækkað flugið um tíu þúsund fet á tæpri mínútu áður en hún hvarf af radar. Flugvélin hvarf aðeins fjórum mínútum eftir að hún hófst á loft. 9.1.2021 11:28
Ekkert ferðaveður á Austurlandi í dag Mjög slæmt veður er á austurhelmingi landsins og hríð á norðausturfjórðungnum. Appelsínugular viðvaranir eru í gildi á meðan ofsaveðrið gengur yfir, en búist er við að það taki að lægja eftir miðnætti. 9.1.2021 10:05
Tíu nýfædd börn fórust í eldsvoða í nótt Tíu nýfædd börn fórust í eldsvoða á sjúkrahúsi á Indlandi í morgun. Sjö ungbörnum var bjargað af starfsmönnum sjúkrahússins. Eldurinn kom upp í Bhandara héraðssjúkrahúsinu í vesturhluta Indlands. 9.1.2021 09:36