Fréttamaður

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir

Hallgerður Kolbrún er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Fyrstu dauðs­föllin vegna ebólu í Gíneu frá 2016

Minnst þrír hafa látist vegna ebólusýkingar í Gíneu og fimm aðrir hafa greinst smitaðir af veirunni. Fólkið fór að sýna einkenni, uppköst, niðurgang og blæðingar, eftir að hafa verið viðstatt jarðarför.

Mannslát í Reykjavík til rannsóknar og einn í haldi

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í nótt tilkynning um slasaðan karlmann á fertugsaldri fyrir utan hús í Rauðagerði í Reykjavík. Endurlífgunartilraunir hófust strax á vettvangi og í kjölfarið var hann fluttur á Landspítala. Hann var úrskurðaður látinn stuttu eftir komuna. 

Einn stærsti dagur mót­mælanna í Mjanmar þrátt fyrir hótanir um hand­tökur

Tugir þúsunda tóku þátt í fjöldamótmælum í Mjanmar, níunda daginn í röð, í nótt og í morgun. Í gær skrifaði herforinginn Min Aung Hlaing undir tilskipun sem takmarkar frelsi og réttarstöðu almennra borgara, auk þess sem löggæsluyfirvöldum var skipað að handtaka þekkta stjórnarandstæðinga tafarlaust.

Þekktir stjórnar­and­stæðingar verða hand­teknir

Herforingjastjórn Mjamar felldi í dag lög úr gildi sem banna löggæsluyfirvöldum að handtaka grunaða og framkvæma leit á einkaeign án þess að fá til þess heimild frá dómstólum. Þá fyrirskipaði stjórnin að þekktir stjórnarandstæðingar verði handteknir.

Trump sýknaður

Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur verið sýknaður af ásökunum um embættisbrot.

Hætta við að kalla til vitni

Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur ákveðið að hætta við að kalla til vitni í réttarhöldum deildarinnar yfir Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Þannig hefur verið komið í veg fyrir að réttarhöldin dragist á langinn og er nú búist við að niðurstaða fáist í málið á næstu dögum.

Sjá meira