Ber orðræðu Miðflokksins um útlendingamál saman við gyðingahatur Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, var harðorður í garð þingmanna Miðflokksins vegna umræðu um málefni innflytjenda sem fór fram á Alþingi í dag og kvöld. Sagði hann meðal annars orðræðu þeirra líkjast fordómafullri orðræðu um samkynhneigða á tíunda áratugi síðustu aldar og gyðingahatur. 16.2.2021 21:02
Bóluefni Janssen komið á borð evrópsku lyfjastofnunarinnar Lyfjastofnun Evrópu hefur borist umsókn um skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefni Janssen, sem er dótturfélag bandaríska lyfjaframleiðandans Johnson og Johnson. 16.2.2021 18:33
Minnst ellefu látnir vegna aftakaveðurs Minnst ellefu hafa látist í suðurríkjum Bandaríkjanna vegna kulda og snjókomu. Þrír létust og tíu slösuðust eftir að hvirfilbylur reið yfir í Norður-Karólínu í morgun. Björgunaraðgerðir eru enn í gangi. 16.2.2021 18:22
Suu Kyi ákærð vegna brota á lögum um náttúruhamfarir Aung San Suu Kyi, lýðræðislega kjörinn leiðtogi Mjanmar sem hefur verið í haldi frá því að herinn rændi völdum í byrjun febrúar, var í dag ákærð fyrir að hafa brotið lög um náttúruhamfarir. Ekki er ljóst hvað meint lögbrot varða. 16.2.2021 17:20
Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður meðal annars sagt frá manndrápinu í Rauðagerði í Reykjavík í gærkvöldi og komu tveggja Boeing 737 MAX-þota Icelandair til Keflavíkur frá Spáni í dag. 14.2.2021 18:00
Bregðist ferðasumarið þyrfti Icelandair sennilega að draga á lánalínur með ríkisábyrgð Forstjóri Icelandair segir stefnt að því að hefja áætlunarflug til borga í Bandaríkjunum snemma í sumar. Stór hluti af 51 milljarðs króna tapi félagsins á síðasta ári sé vegna afskrifa á flugvélum. Taki ferðalög ekki við sér í sumar þurfi félagið sennilega að draga á lánalínur með ríkisábyrgð í haust. 14.2.2021 18:00
Fylgdarlið Johns Snorra á heimleið Fylgdar- og aðstoðarmenn Johns Snorra Sigurjónssonar, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr eru á heimleið. Fjallagarpanna hefur verið saknað í níu daga á fjallinu K2 í Pakistan og hefur víðtæk leit farið fram að göngumönnunum en engin ummerki um þá fundist. 14.2.2021 17:28
Enn óvissuástand á Austfjörðum Sérfræðingar á ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands funduðu um miðjan dag í dag um óvissustig vegna ofanflóðahættu á Austurlandi. Miklar rigningar hafa verið á svæðinu frá því í gær og er gert ráð fyrir áframhaldandi úrkomu fram á nótt með rigningu í byggð sem nær líklega upp á fjallatoppa. 14.2.2021 16:32
Meðlimur uppstillinganefndar Samfylkingarinnar telur prófkjör betri leið Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar sem hefur setið tvisvar í uppstillinganefnd telur prófkjör bestu leiðina til þess að velja fólk á framboðslista. Hann segir fyndið að talsfólk uppstillingar segi prófkjör ala á sundrung og illindum. Hún segist þó ánægð með niðurstöðu uppstillinganefndar og segir störf nefndarinnar hafa gengið vel. 14.2.2021 16:01
Sýkna Trumps áminning um að lýðræðið er brothætt Joe Biden Bandaríkjaforseti segir að sýkna Donalds Trumps, fyrrverandi forseta, í ákæru um embættisbrot sé áminning um að lýðræði sé brothætt. Hann segir að þrátt fyrir sýknuna sé alvarleiki málsins ekki deiluefni. 14.2.2021 13:29