Fréttamaður

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir

Hallgerður Kolbrún er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

47 að­gerða­sinnar á­kærðir fyrir brot á öryggis­lögum í Hong Kong

Lögreglan í Hong Kong hefur kært 47 aðgerðasinna fyrir að grafa undan kínverskum yfirvöldum. Um er að ræða brot á umdeildum öryggislögum sem innleidd voru í lok maí í fyrra. Lögin eru sögð takmarka frelsi íbúa umtalsvert, sem kínversk stjórnvöld og stjórnvöld í Hong Kong hafa neitað.

Skjálftarnir farnir að þéttast á Trölla­dyngju-Keilis svæðinu

Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga er farin að þéttast um Trölladyngju- og Keilissvæðið. Þá hafa skjálftarnir einnig verið að færast í átt að Þorbirni við Grindavík. Samkvæmt eldsuppkomumati Eldfjallafræði og náttúruvárhóps Háskóla Íslands er gert ráð fyrir að vænta megi eldgoss á víðfeðmu svæði.

Enn einn snarpur skjálfti og vefur Veður­stofunnar hrundi

Snarpur jarðskjálfti fannst víða á suðvesturhorni landsins rétt eftir klukkan hálf tíu. Jarðskjálftinn var 3,8 að stærð og átti upptök sín um einn kílómetra suðvestur af Keili samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands.

Flug­ferð til Suður­skautsins gekk vonum framar

Flugvél Icelandair sem flaug til Suðurskautslandsins fyrir helgi til að sækja norskt vísindafólk á vegum Norsku heimskautsstofnunarinnar. Ferðin tók fimm daga og gekk hún vonum framar.

Telur lík­legt að skjálfta­hrinan deyi út á næstu dögum

Kristín Jónsdóttir, jarðskjálftafræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir enn óljóst hvort dragi úr jarðskjálftum á Reykjanesskaga á næstu dögum eða hvort von sé á enn stærri skjálftum og jafnvel eldgosi. Hún telur þó líklegt að skjálftahrinan deyi út í næstu viku.

Naval­ní fluttur í fanga­búðir: „Þær eru hræði­legar“

Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní hefur verið fluttur í fangabúðir rétt fyrir utan Moskvu þar sem hann á að sitja af sér tveggja og hálfs árs fangelsisdóm. Navalní var fluttur úr varðhaldi í fangelsinu í Moskvu á fimmtudag og var aðstandendum hans ekki gert viðvart um tilfærslu hans.

„Ein­boðið að næðu þessir flokkar meiri­hluta að þeir haldi á­fram“

„Mér finnst alveg einboðið að næðu þessir flokkar meirihluta í næstu kosningum, þá hlýtur að vera fyrsti kostur að þeir haldi áfram. Þetta stjórnarsamstarf hefur verið í öllum aðalatriðum afskaplega gæfusamt,“ sagði Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í Víglínunni í dag.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í fréttum okkar í kvöld verður rætt við Kristínu Jónsdóttur jarðskjálftafræðing á Veðurstofu Íslands um skjálftahrinuna á Reykjanesi. 1.600 skjálftar hafa mælst frá miðnætti, þar af fimm yfir fjórum af stærð.

Sjá meira