Bretar fá að heimsækja krár að nýju Búðir, hárgreiðslustofur, líkamsræktarstöðvar og krár munu opna dyr sínar fyrir gestum í Englandi á morgun. Þetta tilkynnti Boris Johnson, forsætisráðherra, í gær. Hann sagði um stórt skref í átt að „frelsi undan oki takmarkana vegna faraldursins“ að ræða. 11.4.2021 23:12
Nomadland sópaði til sín BAFTA verðlaunum Kvikmyndin Nomadland er sögð sigurvegari BAFTA verðlaunanna en síðara kvöld verðlaunaafhendinga hátíðarinnar fór fram í kvöld. Kvikmyndin hlaut fern verðlaun, besta kvikmyndin, besta aðalleikkonan, besti leikstjóri og besta kvikmyndun. 11.4.2021 22:07
Spennan í kanslarakapphlaupinu magnast Spenna færðist í kapphlaupið um embætti kanslara Þýskalands í dag þegar Markus Söder, ríkisstjóri Bæjarlands og formaður Kristilegra demókrata í Bæjarlandi (CDS), tilkynnti framboð sitt til embættisins í dag. Armin Laschet, formaður Kristilegra demókrata (CDU), hefur þegar gefið kost á sér í embættið. 11.4.2021 21:36
Nær fjörutíu starfsmönnum sagt upp á Hrafnistu Á fjórða tug starfsmanna hjá hjúkrunarheimilinu Hrafnistu hefur verið sagt upp störfum. Bæði er um að ræða stjórnendur, hjúkrunarfræðinga, ræstitækna og aðra starfsmenn. Tuttugu þessara starfsmanna störfuðu hjá Hrafnistu á Sléttuvegi en hinir hjá öðrum heimilum Hrafnistu. Mbl.is greinir frá. 11.4.2021 20:04
Tíu illa klæddum vísað frá gosstöðvunum Yfirlögregluþjónn segir fólk fara langt inn á skilgreint hættusvæði á Reykjanesskaga þrátt fyrir ítrekuð fyrirmæli um annað. Sumir taki tilsögn viðbragðsaðila ekki vel. 11.4.2021 20:01
Segist hafa verið sviptur húsnæði og peningagreiðslum þegar hann neitaði að fara í Covid próf Hælisleitandi segist hafa verið sviptur húsnæði og peningagreiðslum þegar hann neitaði að undirgangast Covid próf. Lögmaður mannsins segir að um sé að ræða óbeina þvingun. 11.4.2021 19:30
Segja hryðjuverkaárás hafa verið gerða á kjarnorkuver í Íran Kjarnorkustofnun Íran segir að Natanz kjarnorkuverið hafi orðið fyrir hryðjuverkaárás í dag, aðeins tæpum sólarhring eftir að nýjar skilvindur, sem notaðar eru til þess að auðga úran, voru teknir í notkun í verinu. 11.4.2021 19:15
Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Sóttvarnalæknir segir ekkert því til fyrirstöðu að stjórnvöld birti áætlun um afléttingu takmarkanna samhliða bólusetningu. Það sé þó ekki á hans ábyrgð að gera slíka áætlun. 11.4.2021 18:15
Stjórnvöld gætu gert áætlun um afléttingu takmarkana samhliða bólusetningu Sóttvarnalæknir segir ekkert því til fyrirstöðu að stjórnvöld birti áætlun um afléttingu samfélagslegra takmarkana samhliða bólusetningu landsmanna. Hann bindur vonir við að hægt verði að slaka á aðgerðum um miðjan apríl. 11.4.2021 18:15
Sækist ekki lengur eftir starfi umboðsmanns Alþingis Áslaug Björgvinsdóttir, lögmaður og fyrrverandi héraðsdómari, hefur dregið umsókn sína um starf umboðsmanns Alþingis til baka. Segir hún í Facebook-færslu að loknu vel ígrunduðu máli hafi störf hennar, bakgrunnur og hæfni ekki verið að sem leitast var eftir fyrir starfið. 11.4.2021 18:01