Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Þrettán greinust með kórónuveiruna í gær og voru allir í sóttkví. Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður staðan tekin á faraldrinum. 25.4.2021 11:42
Segist hafa verið varaður við því að tjá sig um Samherjamálið Bubbi Morthens segir vefþætti útgerðarfélagsins Samherja, þar sem félagið svarar umfjöllun Ríkisútvarpsins um meint brot Samherja, ískaldan áróður þar sem hamast og sparkað sé í íslenska fréttamenn. 25.4.2021 10:47
Boða til viðræðna milli stríðandi fylkinga í Mjanmar Leiðtogar Sambands Suðaustur-Asíuríkja, Asean, komust í gær að niðurstöðu um áætlun til að binda endi á ofbeldið sem skekið hefur Mjanmar undanfarna mánuði. Þetta gerðu þeir í samráði við Min Aung Hlaing, æðsta herforingja Mjanmar. 25.4.2021 08:22
Biden viðurkennir þjóðarmorð Tyrkja á Armenum Joe Biden Bandaríkjaforseti varð í gær fyrsti forseti Bandaríkjanna til þess að formlega lýsa fjöldamorðunum á Armenum árið 1915 sem þjóðarmorði. Morðin áttu sér stað í þá deyjandi Ottómanveldinu þar sem nú er Tyrkland. 25.4.2021 07:47
Gestir máttu ekki sitja fyrir utan veitingastaðinn Eftirlit var haft með veitingastöðum í Reykjavík í gærkvöldi af lögreglu og skrifaði lögregla eina skýrslu vegna brots á sóttvarnalögum. Fram kemur í dagbók lögreglu að á veitingastaðnum hafi gestir setið við borð fyrir utan veitingahúsið og hafi þeir neytt áfengis á staðnum sem veitingastaðurinn hafði ekki leyfi fyrir. 25.4.2021 07:15
„Sárt að sjá að íbúar smáhýsa hafi orðið fyrir aðkasti“ Formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir sárt að sjá að íbúar smáhýsa í Gufunesi hafi orðið fyrir innbrotum og ónæði. Hann segir verkefnið, að úthluta heimilislausum húsnæði í smáhýsum, enn að nýtt og segist bjartsýnn á að verkefnið muni ganga vel. 24.4.2021 17:00
Rudy Giuliani versti aukaleikari þessa árs Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri New York og lögmaður Donalds Trumps fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hlaut tvenn verðlaun á kvikmyndahátíðinni Hindberinu (e. Raspberry Awards). Hlaut hann þar verðlaun fyrir versta aukahlutverkið og versta samleikinn á síðasta ári. 24.4.2021 16:10
Stendur ekki við gefin loftslagsloforð Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, samþykkti í dag niðurskurð í fjárveitingum til umhverfismála þrátt fyrir að hafa lofað auknum fjármunum í málefnið á loftslagsráðstefnu í gær. 24.4.2021 15:19
Skiptar skoðanir meðal lögreglumanna um handtöku í Hafnarfirði Skiptar skoðanir eru meðal lögreglumanna vegna máls lögreglumanns sem sakaður var um ofbeldi við handtöku í Hafnarfirði. Mál lögreglumannsins var látið niður falla hjá héraðssaksóknara en verður kært til ríkissaksóknara. 24.4.2021 13:00
Segir plokkdaginn efla umhverfisvitund landsmanna Stóri plokkdagurinn er í dag þar sem fólk um allt land kemur saman og stuðlar að hreinna umhverfi. Dagurinn er sérstaklega vinsæll hjá fjölskyldum. 24.4.2021 12:23