Til skoðunar að taka upp andlitsgreiningarkerfi á landamærunum Dómsmálaráðherra segist ekki geta tekið undir það að landamærin séu hriplek. Til skoðunar er að setja upp andlitsgreiningarbúnað í Leifsstöð eins og byrjað var að gera fyrir tuttugu árum síðan. 11.3.2024 22:01
Leit við hjá Fischer og segir hann enn besta skákmeistara sögunnar Skákmeistarinn Hans Niemann stoppaði stutt á Íslandi um helgina og heimsótti gröf bandaríska stórmeistarans Bobby Fischer á afmælisdag þess síðarnefnda. Eins og frægt er bjó Fischer síðustu æviárin hér á landi og er jarðsettur á Selfossi. 11.3.2024 21:26
Lífstíðarfangelsi fyrir nauðgun og morð við Neuschwanstein-kastala Bandarískur karlmaður hefur verið sakfelldur fyrir að hafa nauðgað og myrt ferðakonu og reynt að drepa vinkonu hennar nærri Neuschwanstein-kastalanum í Þýskalandi. Maðurinn var dæmdur í lífstíðarfangelsi. 11.3.2024 19:03
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Lögreglu gengur afar vel að fá upplýsingar frá þolendum meints mansals Davíðs Viðarssonar. Þolendum var létt þegar lögreglan réðist í aðgerðir og handtók sex einstaklinga í tengslum við málið. Rætt verður við aðstoðarsaksóknara hjá lögeglunni um málið og farið yfir nýjustu vendingar í kvöldfréttum Stöðvar 2. 11.3.2024 18:04
Gæsluvarðhald vegna atburðanna á Nýbýlavegi framlengt aftur Gæsluvarðhald yfir konu um fimmtugt, sem grunuð er um að hafa banað sex ára syni sínum í lok janúarmánaðar, hefur verið framlengt aftur um fjórar vikur. Konan hefur setið í gæsluvarðhaldi frá handtöku 1. febrúar síðastliðinn. 11.3.2024 17:07
Hefur trú á að kjarasamningar stuðli að minnkun verðbólgu Nýundirritaðir kjarasamningar munu stuðla að hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta að mati greiningaraðila. Staða sumra fyrirtækja sé þó slæm og telur hann að einhver þeirra fari í þrot á næstu mánuðum. 10.3.2024 21:01
Léttklæddir léku sér á fyrsta vordegi ársins Sólin lét sjá sig í höfuðborginni í dag, íbúum mörgum til mikillar gleði. Veðurfræðingur segir að þrátt fyrir að vorið sé við það að fæðast sé nóg eftir af vetrinum. 10.3.2024 20:07
Veitingamenn slegnir og kalla eftir skilvirkara eftirliti Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði kallar eftir að vinnustaðaeftirlit verði eflt. Veitingamenn séu slegnir eftir umfangsmiklar lögregluaðgerðir í tengslum við meint mansal á veitingastöðum Davíðs Viðarssonar í síðustu viku. 10.3.2024 19:07
Hafnartúnshúsið mikið skemmt eftir eldinn Gríðarmikið tjón varð á sögufrægu Hafnartúnshúsi á Selfossi eftir að eldur kviknaði í því í gærkvöldi. Varaslökkviliðsstjóri í Árnessýslu segir slökkvistarf hafa gengið vel en sorglegt sé að horfa á sögufrægt hús verða eldi að bráð. 10.3.2024 11:41
Natalie Portman segir skilið við Millepied Óskarsverðlaunahafinn Natalie Portman er skilin við leikstjórann og danshöfundinn Benjamin Millepied. Portman og Millepied voru hjón í ellefu ár en slitu sambúð fyrir átta mánuðum síðan. Þau eru nú skilin að borði og sæng. 8.3.2024 17:02