Annasöm Eurovision-nótt hjá lögreglu Nokkuð annasöm nótt var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og mikið um tilkynningar vegna hávaða frá samkvæmum í heimahúsum. 110 komu inn á borð lögreglu frá klukkan 17 í gær til klukkan 5 í morgun. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. 23.5.2021 07:13
Björgunarsveitir kallaðar út á Hvannadalshnjúk Björgunarsveitir á Suðurlandi hafa verið kallaðar út á Hvannadalshnjúk til þess að aðstoða þar gönguhóp sem er á leiðinni niður af jöklinum. 22.5.2021 15:01
Fyrstu smit ársins hafa greinst í Færeyjum Fjórir hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni í Færeyjum og eru nú í einangrun. Þetta eru fyrstu staðfestu smitin þar í landi frá því að nýtt ár gekk í garð. 22.5.2021 13:43
„Skæruliðadeild“ Samherja reyndi að hafa áhrif á formannskjör BÍ Skæruliðadeild Samherja, svokölluð, gerði tilraunir til þess að hafa áhrif á formannskjör Blaðamannafélags Íslands, sem fór fram í apríl, í von um að koma í veg fyrir að Sigríður Dögg Auðunsdóttir, fréttamaður á RÚV, yrði nýr formaður félagsins. Formaður BÍ segir tilraunina ólíðandi og alvarlega. 22.5.2021 13:28
Sunna Gunnlaugsdóttir valin bæjarlistamaður Kópavogs Sunna Gunnlaugsdóttir, jazzpíanisti, hefur verið valin Bæjarlistamaður Kópavogs 2021. Þetta var tilkynnt í Salnum í gær en Sunna hefur verið áberandi í tónlistarsenunni um áratugaskeið. 22.5.2021 11:41
Enginn greindist smitaður í gær Enginn greindist smitaður af Covid-19 í gær, hvorki innanlands né á landamærum. Þetta segir í bráðabirgðatölum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. 22.5.2021 10:12
„Ekki kyssa eða knúsa fugla“ Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, CDC, hvetur fólk til þess að kyssa ekki eða knúsa fiðurfé vegna salmonellufaraldurs sem gengur um Bandaríkin þessa stundina. 22.5.2021 10:02
Sýknaður af ákæru um nauðgun í Landsrétti Karlmaður var sýknaður af ákæru um nauðgun í Landsrétti í gær. Dómararnir voru þó ekki allir sammála um niðurstöðu í málinu en einn þeirra skilaði inn sératkvæði. Málinu var skotið til landsréttar eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi manninn sekan í febrúar á síðasta ári. 22.5.2021 09:43
Fangaverðir Epstein munu ekki sitja inni Fangaverðirnir tveir, sem áttu að vakta Jeffrey Epstein nóttina sem hann fyrirfór sér í fangaklefa í New York, hafa viðurkennd að þeir hafi falsað gögn um dauða hans. Þeir hafa komist að samkomulagi við alríkissaksóknara og munu því ekki afplána refsingu á bak við lás og slá. 22.5.2021 08:32
Tugir særðir eftir átök við al-Aqsa moskuna í Jerúsalem Ísraelskar öryggissveitir beittu gúmmíkúlum og blossasprengjum gegn Palestínumönnum fyrir utan al-Aqsa moskuna í Jerúsalem í gær, aðeins hálfum degi eftir að vopnahléssamningar voru samþykktir bæði af Ísraels- og Palestínumönnum. 22.5.2021 07:48