Fréttamaður

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir

Hallgerður Kolbrún er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Rok og rigning á Suð­vestur­horninu í dag

Eftir margra vikna veðurblíðu stefnir lægð yfir landið og útlit er fyrir nokkurn lægðagang næstu daga. Lægðin sem má vænta mun byrja göngu sína yfir landið á Suðvesturhorni landsins. Nokkur vindur mun fylgja og gular veðurviðvaranir taka gildi nú upp úr hádegi á Suðurlandi, Faxaflóa og Miðhálendinu.

Gagn­rýna mann­eklu á sjúkra­húsum og seina­gang stjórn­kerfisins

Félag sjúkrahúslækna segir að álag á starfsstéttinni sé óviðunandi. Fjöldi lækna sem starfi á sjúkrahúsum landsins sé ekki ásættanlegur og tryggja þurfi eðlilegt framboð sjúkrarúma sömuleiðis. Þá ályktaði félagið um úrbætur á réttarstöðu heilbrigðisstarfsfólks, sem félagið segir ekki nógu skýra.

Bene­dikt segist ekki hafa af­þakkað 2. sætið

Benedikt Jóhannessyni, fyrrverandi formanni Viðreisnar og stofnanda flokksins, var boðið annað sæti á lista flokksins í Reykjavík fyrir komandi Alþingiskosningar. Honum hafði einnig verið boðið neðsta sætið á listanum, svokallað heiðurssæti, sem hann afþakkaði og er hann ekki á framboðslista fyrir flokkinn.

Pylsur, predikun og endur­fundir eftir far­aldurs­vetur

Eldri borgarar í Kópavogi streymdu í Lindakirkju í hádeginu í dag þar sem fyrsti almennilegi viðburðurinn fyrir þann hóp var haldinn frá því að kórónuveirufaraldurinn skall á. Boðið var upp á dýrindis kræsingar, þjóðarrétt Íslendinga: pylsur, og tónlistarmenn stigu á stokk.

Vopnabúr fyrir börn í vanda

Vopnabúrið er nýtt úrræði fyrir börn og ungmenni sem glíma við fjölþættan vanda sem stofnað var af fyrrverandi lögreglumanninum og barnaverndarstarfsmanninum Birni Má Sveinbjörnssyni Brink. Hann segir úrræði fyrir þennan hóp ungmenna vanta og að nauðsynlegt sé að koma til móts við börnin og vinna með styrkleika þeirra.

Lands­menn héldu í sér á meðan Gagna­magnið steig á stokk

Landsmenn virðast hafa verið mjög samtaka í klósettferðum á meðan á Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva stóð yfir í gær. Lang flestir slepptu því að létta á sér þegar Daði og Gagnamagnið stigu á stokk samkvæmt gögnum sem Veitur sendu um vatnsnotkun fyrir stuttu.

Ítalski söngvarinn verður prófaður fyrir fíkni­efnum

Damiano David, söngvarinn í Måneskin, sem sigraði Eurovision í gærkvöldi, mun gangast undir fíkniefnapróf þegar hann kemur heim til Ítalíu seinna í dag. Miklar vangaveltur hafa verið uppi um mögulega fíkniefnanotkun hans eftir að hann virtist hafa tekið kókaín í beinni útsendingu í gær.

Sjá meira