Benedikt segist ekki hafa afþakkað 2. sætið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. maí 2021 15:57 Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi formaður Viðreisnar. Vísir/Daníel Benedikt Jóhannessyni, fyrrverandi formanni Viðreisnar og stofnanda flokksins, var boðið annað sæti á lista flokksins í Reykjavík fyrir komandi Alþingiskosningar. Honum hafði einnig verið boðið neðsta sætið á listanum, svokallað heiðurssæti, sem hann afþakkaði og er hann ekki á framboðslista fyrir flokkinn. Þetta segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður flokksins, í samtali við Vísi. Framboðslistar flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum voru kynntir í gær. Þingkonurnar Hanna Katrín Friðriksson og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir munu leiða listana en Benedikt hafði sóst eftir oddvitasæti á Suðvesturhorninu. Þorgerður Katrín leiðir lista flokksins í Suðvesturkjördæmi, eða Kraganum fyrir komandi kosningar. Get Outlook for iOSFoto: Sigurjón/Sigurjón Ólason Benedikt segir í færslu sem hann birti á Facebook fyrir stuttu að hann hafi ekki hafnað 2. sæti á lista flokksins. Honum hafi boðist annað sæti síðastliðinn mánudag en hafi farið fram á að þeir sem hafi komið fram við hann með „óviðurkvæmilegum hætti,“ með því að hafa boðið honum neðsta sætið, bæðu hann afsökunar. „Ég tók fram að þetta væri einungis til þess að ljúka þessum málum af minni hálfu og leggja grunn að góðu samstarfi. Ég myndi ekki gera þær afsakanir opinberar. Þorgerður svaraði eftir umhugsun að slík persónuleg afsökunarbeiðni væri ekki í boði,“ skrifar Benedikt en Þorgerður sagði í samtali við Vísi að samstarf hennar og Benedikts hafi ávallt verið gott. „Ég átti ýmist samtöl við formann flokksins, en við vorum sammála um að öll okkar samskipti væru trúnaðarmál. Ástæða þess að ég tala nú um þessi mál er að Þorgerður kýs að ræða þau opinberlega.“ Benedikt greindi frá því í síðustu viku að honum hafi boðist heiðurssæti á lista flokksins fyrir komandi kosningar. Hann sagðist hafa afþakkað það „af augljósum ástæðum“ og kvaðst hann ósáttur með að ekki hafi verið efnt til prófkjörs en uppstillinganefnd sá um að raða upp á listana. „Benedikt var boðið heiðurssæti á þessum lista og honum var greint frá því með einhverjum fyrirvara. Eftir að þetta lá ljóst fyrir bauð uppstillinganefndin honum að vera í öðru sæti, og við skulum hafa það í huga að það eru sterkir þingmenn þarna líka,“ segir Þorgerður. „Benedikt var boðið annað sætið áður en hún lauk störfum sem hann afþakkaði.“ Hún segir að litið sé á annað sætið sem baráttusæti í Reykjavíkurkjördæmunum. „Já, við stefnum að því. Við stefnum að því að tveimur til þremur þingmönnum í öllum kjördæmum á Suðvesturhorninu.“ Benedikt gagnrýndi það að ekki hafi verið efnt til prófkjörs þar sem fjöldi fólks sóttist eftir oddvitasæti á listum flokksins. „Uppstillingar hafa alltaf verið meginregla hjá flokknum frá upphafi og eru reyndar meginregla í samþykktum flokksins, sem að stofnendur hans ákváðu á sínum tíma,“ segir Þorgerður í samtali við fréttastofu. Landshlutaráð flokksins í Reykjavík, sem telur um 70 manns, ákvað að raðað væri á lista flokksins í kjördæmunum með uppstillingum. Um 90 prósent ráðsmanna voru sammála því og í kjölfarið var efnt til tilnefninga í uppstillinganefnd. „Eftir að sá listi lá fyrir var hann borinn upp, samþykktur og þá fór nefndin að vinna þetta erfiða verkefni. Hvert skref hefur verið tekið með samþykktum grasrótarinnar,“ segir Þorgerður. Viðreisn Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Segir Viðreisn hafa brugðist þolendum Katrín Kristjana Hjartardóttir, einn af stofnendum Viðreisnar, hefur sagt sig úr flokknum. Í samtali við Vísi segir hún ástæðuna meðal annars þá að flokkurinn í Kópavogi hafi brugðist þolendum. 26. maí 2021 15:05 Hanna Katrín og Þorbjörg Sigríður leiða lista Viðreisnar í Reykjavík Þingkonurnar Hanna Katrín Friðriksson og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir munu leiða lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur í komandi þingkosningum. Hanna Katrín leiðir listann í Reykjavíkurkjördæmi norður og Þorbjörg Sigríður suður. 26. maí 2021 07:32 Benedikt vildi efsta sætið en var boðið það neðsta Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda og fyrrverandi formaður Viðreisnar, mun ekki taka sæti á lista flokksins fyrir komandi Alþingiskosningar. Uppstillingarnefnd bauð Benedikt, sem sóttist eftir að leiða einhvern lista flokksins á suðvesturhorninu, að taka neðsta sæti. 21. maí 2021 12:09 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Sjá meira
Þetta segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður flokksins, í samtali við Vísi. Framboðslistar flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum voru kynntir í gær. Þingkonurnar Hanna Katrín Friðriksson og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir munu leiða listana en Benedikt hafði sóst eftir oddvitasæti á Suðvesturhorninu. Þorgerður Katrín leiðir lista flokksins í Suðvesturkjördæmi, eða Kraganum fyrir komandi kosningar. Get Outlook for iOSFoto: Sigurjón/Sigurjón Ólason Benedikt segir í færslu sem hann birti á Facebook fyrir stuttu að hann hafi ekki hafnað 2. sæti á lista flokksins. Honum hafi boðist annað sæti síðastliðinn mánudag en hafi farið fram á að þeir sem hafi komið fram við hann með „óviðurkvæmilegum hætti,“ með því að hafa boðið honum neðsta sætið, bæðu hann afsökunar. „Ég tók fram að þetta væri einungis til þess að ljúka þessum málum af minni hálfu og leggja grunn að góðu samstarfi. Ég myndi ekki gera þær afsakanir opinberar. Þorgerður svaraði eftir umhugsun að slík persónuleg afsökunarbeiðni væri ekki í boði,“ skrifar Benedikt en Þorgerður sagði í samtali við Vísi að samstarf hennar og Benedikts hafi ávallt verið gott. „Ég átti ýmist samtöl við formann flokksins, en við vorum sammála um að öll okkar samskipti væru trúnaðarmál. Ástæða þess að ég tala nú um þessi mál er að Þorgerður kýs að ræða þau opinberlega.“ Benedikt greindi frá því í síðustu viku að honum hafi boðist heiðurssæti á lista flokksins fyrir komandi kosningar. Hann sagðist hafa afþakkað það „af augljósum ástæðum“ og kvaðst hann ósáttur með að ekki hafi verið efnt til prófkjörs en uppstillinganefnd sá um að raða upp á listana. „Benedikt var boðið heiðurssæti á þessum lista og honum var greint frá því með einhverjum fyrirvara. Eftir að þetta lá ljóst fyrir bauð uppstillinganefndin honum að vera í öðru sæti, og við skulum hafa það í huga að það eru sterkir þingmenn þarna líka,“ segir Þorgerður. „Benedikt var boðið annað sætið áður en hún lauk störfum sem hann afþakkaði.“ Hún segir að litið sé á annað sætið sem baráttusæti í Reykjavíkurkjördæmunum. „Já, við stefnum að því. Við stefnum að því að tveimur til þremur þingmönnum í öllum kjördæmum á Suðvesturhorninu.“ Benedikt gagnrýndi það að ekki hafi verið efnt til prófkjörs þar sem fjöldi fólks sóttist eftir oddvitasæti á listum flokksins. „Uppstillingar hafa alltaf verið meginregla hjá flokknum frá upphafi og eru reyndar meginregla í samþykktum flokksins, sem að stofnendur hans ákváðu á sínum tíma,“ segir Þorgerður í samtali við fréttastofu. Landshlutaráð flokksins í Reykjavík, sem telur um 70 manns, ákvað að raðað væri á lista flokksins í kjördæmunum með uppstillingum. Um 90 prósent ráðsmanna voru sammála því og í kjölfarið var efnt til tilnefninga í uppstillinganefnd. „Eftir að sá listi lá fyrir var hann borinn upp, samþykktur og þá fór nefndin að vinna þetta erfiða verkefni. Hvert skref hefur verið tekið með samþykktum grasrótarinnar,“ segir Þorgerður.
Viðreisn Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Segir Viðreisn hafa brugðist þolendum Katrín Kristjana Hjartardóttir, einn af stofnendum Viðreisnar, hefur sagt sig úr flokknum. Í samtali við Vísi segir hún ástæðuna meðal annars þá að flokkurinn í Kópavogi hafi brugðist þolendum. 26. maí 2021 15:05 Hanna Katrín og Þorbjörg Sigríður leiða lista Viðreisnar í Reykjavík Þingkonurnar Hanna Katrín Friðriksson og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir munu leiða lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur í komandi þingkosningum. Hanna Katrín leiðir listann í Reykjavíkurkjördæmi norður og Þorbjörg Sigríður suður. 26. maí 2021 07:32 Benedikt vildi efsta sætið en var boðið það neðsta Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda og fyrrverandi formaður Viðreisnar, mun ekki taka sæti á lista flokksins fyrir komandi Alþingiskosningar. Uppstillingarnefnd bauð Benedikt, sem sóttist eftir að leiða einhvern lista flokksins á suðvesturhorninu, að taka neðsta sæti. 21. maí 2021 12:09 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Sjá meira
Segir Viðreisn hafa brugðist þolendum Katrín Kristjana Hjartardóttir, einn af stofnendum Viðreisnar, hefur sagt sig úr flokknum. Í samtali við Vísi segir hún ástæðuna meðal annars þá að flokkurinn í Kópavogi hafi brugðist þolendum. 26. maí 2021 15:05
Hanna Katrín og Þorbjörg Sigríður leiða lista Viðreisnar í Reykjavík Þingkonurnar Hanna Katrín Friðriksson og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir munu leiða lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur í komandi þingkosningum. Hanna Katrín leiðir listann í Reykjavíkurkjördæmi norður og Þorbjörg Sigríður suður. 26. maí 2021 07:32
Benedikt vildi efsta sætið en var boðið það neðsta Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda og fyrrverandi formaður Viðreisnar, mun ekki taka sæti á lista flokksins fyrir komandi Alþingiskosningar. Uppstillingarnefnd bauð Benedikt, sem sóttist eftir að leiða einhvern lista flokksins á suðvesturhorninu, að taka neðsta sæti. 21. maí 2021 12:09