Fréttamaður

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir

Hallgerður Kolbrún er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Bein út­sending: Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum greinum við frá auknu valdi sem dómsmálaráðherra hefur veitt lögreglu til að fylgjast með fólki sem hún grunar um glæpsamlega starfsemi án þess að lögreglan þurfi að færa rök fyrir aðgerðum eins og beitingu tálbeita, dulargervis og eftirför. Þingmaður Pírata gagnrýnir harðlega að ráðherra skuli hafa svo víðtækar heimildir án aðkomu Alþingis.

Egill Þór glímir við eitil­frumu­krabba­mein

Egill Þór Jónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur greinst með eitilfrumukrabbamein. Hann greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni og segist hafa byrjað í meðferð við meininu í dag.

Dæmdur í fimm mánaða skil­orðs­bundið fangelsi fyrir kynferðislegt áreiti

Karlmaður var í Landsrétti í dag dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa kynferðislega áreitt konu fyrir utan skemmtistað. Þá er honum jafnframt gert að greiða þolanda 500 þúsund krónur í miskabætur. Maðurinn var jafnframt ákærður fyrir nauðgun, fyrir að hafa stungið fingrum í leggöng konunnar, en hann var sýknaður af þeirri ákæru.

Guð­mundur Ingi og Una leiða lista VG í Kraganum

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, mun leiða lista Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. Una Hildardóttir, varaþingmaður of forseti LUF, situr í öðru sæti á listanum.

Einn lög­manna O.J. er dáinn

F. Lee Bailey einn þekktasti lögmaður bandarískrar réttarsögu er látinn, 87 ára að aldri. Bailey var verjandi margra þekktra einstaklinga, þar á meðal O.J. Simpson, Albert DeSalvo, sem er betur þekktur sem Boston Strangler, Patty Hearst og Sam Sheppard.

Sví­þjóð orðin grá á Covid-kortinu

Ísland er enn flokkað grænt á uppfærðu korti Sóttvarnastofnunar Evrópu, sem segir til um stöðuna í hverju ríki vegna kórónuveirufaraldursins. Stór hluti Finnlands er nú einnig flokkaður sem grænt svæði. 

„Hann hoppaði upp á þennan stall með glóandi hraunið undir sér“

Hermann Helguson, leiðsögumaður og ljósmyndari, var staddur við gosstöðvarnar í Geldingadal rétt fyrir klukkan hálf tvö í nótt þegar hann varð vitni að því að karlmaður steig upp á hraunið sem vall úr eldfjallinu. Undir storknuðum pallinum, sem maðurinn stóð á, má sjá glóandi hraun vella fram.

Sjá meira