Fréttamaður

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir

Hallgerður Kolbrún er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Lokað að gos­stöðvunum í dag

Hraun hefur runnið yfir hluta gönguleiðar A upp að gosstöðvunum í Geldingadölum og verður lokað inn á svæðið í dag af öryggisástæðum.

Einn greindist í sóttkví

Einn greindist með veiruna innanlands í gær en sá var í sóttkví. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. 

Í lífs­hættu eftir hnífs­tungu­á­rás í mið­bænum í nótt

Einn er í lífshættu eftir hnífstunguárás í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Einstaklingurinn er á gjörgæslu eftir að hafa verið stunginn í kviðinn en sá grunaði var handtekinn í morgun og er nú í haldi lögreglu. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu.

Gos­virknin breytt og göngu­leiðin búin að vera

Gosvirknin í eldgosinu í Geldingadölum breyttist nokkuð í morgun og er hraunflæðið nú orðið jafnara en það hefur verið. Strókavirknin er lítil sem engin en náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir ekki útilokað að strókarnir snúi aftur.

Atten­bor­ough fundar með leið­togum G7 í dag

Náttúruvísinda- og sjónvarpsmaðurinn David Attenborough mun tala á fundi G7 ríkjanna í dag. Hann hefur þegar biðlað til leiðtoga ríkjanna að grípa til drastískra aðgerða ef forðast á náttúruhamfarir. Ríkin munu ræða umhverfismál á fundi sínum í dag.

Ör­lög Netanja­hús ráðast í dag

Ísraelska þingið mun greiða atkvæði um nýja ríkisstjórn í dag. Verði ríkisstjórnin samþykkt af meirihluta þingsins markar það endalok 12 ára stjórnartíð Benjamíns Netanjahús, forsætisráðherra Ísraels.

BBC biðst af­sökunar á að hafa sýnt Erik­sen á vellinum

Breska ríkisútvarpið hefur beðist afsökunar á því að hafa haldið áfram útsendingu frá fótboltavellinum í Kaupmannahöfn eftir að Christian Eriksen, leikmaður Danmerkur, hneig niður í leik gegn Finnum á Evrópumeistaramótinu.

Þrjár líkams­á­rásir til­kynntar til lög­reglu í nótt

Þrjár líkamsárásir voru tilkynntar til lögreglu í nótt og gærkvöldi. Þær gerðust allar í miðbænum og tvær fyrir utan skemmtistaði í hverfinu. Í tveimur árásanna voru grunaðir handteknir og vistaðir í fangaklefa í þágu rannsóknarinnar. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

Sjá meira