Fresta réttarhöldum yfir 47 lýðræðissinnum um ellefu vikur Saksóknarar hafa frestað réttarhöldum yfir 47 lýðræðissinnum í Hong Kong, sem blésu til prófkjörs sem dæmt var ólöglegt, um ellefu vikur. 8.7.2021 13:04
Illvígar nágrannaerjur: 200 þúsund í miskabætur og athugasemdir fjarlægðar Karlmaður á áttræðisaldri var í dag dæmdur til að greiða nágranna sínum, sem tvívegis hefur setið sem varamaður í hreppsnefnd Kjósahrepps og setið í skipulags- og bygginganefnd hreppsins, 200 þúsund krónur í miskabætur vegna ummæla sem hann lét falla um nágrannann á samfélagsmiðlum og í kommentakerfum. 8.7.2021 12:07
Telja að hinn fullorðni hafi myrt börnin í lestarslysinu Lögreglan í Hässleholm í Svíþjóð segir að frumrannsókn vegna lestarslyssins sem varð í gærmorgun í Tormestorp, rétt fyrir utan Hässleholm, muni taka langan tíma. Þrír dóu í slysinu, þar af tvö börn, en morðrannsókn hófst í gær aðeins klukkutímum eftir slysið. 8.7.2021 11:33
Sakfelldur fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum niður í eins árs aldur Sænskur karlmaður á sjötugsaldri var í dag dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir að hafa beitt börn á aldrinum eins til tólf ára kynferðislegu ofbeldi. Maðurinn var meðal annars ákærður fyrir að hafa nauðgað barni, kynferðislega brotið á átta börnum og að hafa átt barnaníðsefni. 8.7.2021 11:01
Telja hitabylgjuna hafa drepið milljarð sjávardýra við strendur Kanada Talið er að meira en milljarður sjávardýra við strendur Kanada að Kyrrahafinu hafi drepist í síðustu viku þegar hitabylgja, sem sló hvert hitametið á fætur öðru, reið yfir landið. Sérfræðingar vara við því hvað hitabreytingar, þó þær virðist litlar fyrir okkur mannfólkið, geta verið hættulegar vistkerfum sem eru óvön svona veðuröfgum. 8.7.2021 10:29
Færeyingar brustu í grát þegar karlmaður var sýknaður af morði sextán ára stúlku 26 ára gamall maður var í morgun sýknaður af dómstóli í Færeyjum af ákæru um að hafa myrt hina sextán ára gömlu Mariu Fuglø Christiansen í nóvember 2012. Áhorfendur í dómstal brustu margir hverjir í grát þegar dómarinn las upp niðurstöðu dómsins. 7.7.2021 16:45
Tvö börn og fullorðinn urðu fyrir lestinni og morðrannsókn hafin Tvö börn og einn fullorðinn urðu fyrir lest fyrir utan Hässleholm í Svíþjóð í morgun og létust þau á vettvangi. Lögregla hefur þegar hafið morðrannsókn vegna slyssins og hafa ættingjar verið upplýstir um að börnin hafi látist. 7.7.2021 16:32
Mikill munur á viðbrögðum við kynferðisofbeldi milli kynslóða María Rún Bjarnadóttir, lögfræðingur, segir að nema megi ákveðinn kynslóðamun á viðbrögðum við fregnum af kynferðisofbeldi. Undanfarnar vikur hafa reynslusögur fólks af kynferðisofbeldi og -áreiti riðið yfir samfélagsmiðla og vakið mikla athygli. María segir margt benda til að við séum stödd í fjórðu bylgju femínisma og tengist hún að mörgu leiti tæknibreytingum og aðgengi að samfélagsmiðlum. 7.7.2021 16:14
Gjaldþrot Skelfiskmarkaðarins nam 295 milljónum Skiptum er lokið í þrotabúi veitingastaðarins Skelfiskmarkaðarins sem rekinn var við Klapparstíg. Lýstar kröfur í þrotabúið námu 295 milljónum og fengust tæplega fjórar milljónir greiddar. 7.7.2021 13:31
Sænska þingið gefur grænt ljós á nýja stjórn Löfvens Meirihluti sænska þingsins samþykkti í hádeginu tillögu þingforsetans um að Stefan Löfven verði áfram forsætisráðherra landsins. 7.7.2021 13:02