Illvígar nágrannaerjur: 200 þúsund í miskabætur og athugasemdir fjarlægðar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. júlí 2021 12:07 Mennirnir búa á nágrannajörðum en hafa deilt um landspildu á mörkum jarðanna í Kjós frá árinu 2018. Vísir Karlmaður á áttræðisaldri var í dag dæmdur til að greiða nágranna sínum, sem tvívegis hefur setið sem varamaður í hreppsnefnd Kjósahrepps og setið í skipulags- og bygginganefnd hreppsins, 200 þúsund krónur í miskabætur vegna ummæla sem hann lét falla um nágrannann á samfélagsmiðlum og í kommentakerfum. Erjur milli nágrannanna hafa verið illvígar í nokkurn tíma en síðasta sumar var maðurinn handtekinn af sérsveit ríkislögreglustjóra í Kjós eftir að hafa lagfært girðingu á landi sem hann deilir um við nágrannann. Þetta kemur fram í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Deilurnar má rekja aftur til ársins 2018 þegar jörð í Kjósarhreppi, sem áður var í eigu hins dæmda, var seld félagi í eigu nágrannans. Deilur spruttu um eignarhald á 25 hektara landspildu, sem áður tilheyrði keyptu jörðinni, en var skipt út úr landi jarðarinnar og lögð til nágrannajarðar. Maðurinn sem keypti jörðina vildi meina að 25 hektara landið hafi aftur orðið hluti af hinni keyptu jörð áður en hann keypti hana og hafi hún þar með verið hluti af kaupunum. Hinn maðurinn vildi hins vegar meina að landspildan hafi aldrei orðið hluti af jörðinni aftur og hafi hún því ekki fylgt kaupunum. Kaupandinn gæti því ekki meinað honum afnot af jörðinni. Þann 31. maí í fyrra kom kaupandinn að hinum manninum við girðingavinnu innan landamerkja hins keypta lands. Hinn dæmdi hafi verið mjög æstur að sögn mannsins og formælt honum að tilefnislausu. Hann hafi reynt að fá hann ofan af því að reisa girðingu í landinu en maðurinn hafi orðið sífellt æstari og að lokum hótað honum lífláti. Dæmdi hafi síðan ráðist á hann með gaddavírsbút og slegið hann ítrekað. Maðurinn hafi þá forðað sér undan á fjórhjólinu sem hann var á og hringt í lögreglu, sem sendi sérsveit ríkislögreglustjóra á staðinn. Greint var frá þeirri handtöku fyrir ári og kom þar fram að maðurinn hafi verið færður á lögreglustöðina við Hlemm þar sem hann var vistaður í sex tíma og sleppt að lokinni skýrslutöku. Haft var eftir honum í frétt sem birtist í Fréttablaðinu að lögregla hafi brotist inn í hús dóttur hans og tekið rússneskan, óvirkan riffil sem hékk uppi á vegg. Þá hafi sérsveitarmenn miðað byssu á manninn sem er á áttræðisaldri og fatlaður. Fréttin vakti mikil viðbrögð og í kjölfarið óskaði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, eftir skýringum um málið. Aðgerðir lögreglu voru gagnrýndar mikið í athugasemdakerfum fjölmiðla og segir nágranninn að sá dæmdi hafi kynt undir umræðunni. Hann hafi tekið þar virkan þátt og sett fram fjölmörg ærumeiðandi ummæli um manninn á fjölmörgum stöðum. Hann hafi meðal annars sakað hann ítrekað um þjófnað, skjalafals, blekkingar og ýmis önnur lögbrot, auk þess að kalla hann „siðblindan sýkópata.“ Daginn eftir hafi maðurinn jafnframt birt færslu á Facebook þar sem hann hraunaði yfir nágrannann. Dómsmál Kjósarhreppur Tjáningarfrelsi Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira
Erjur milli nágrannanna hafa verið illvígar í nokkurn tíma en síðasta sumar var maðurinn handtekinn af sérsveit ríkislögreglustjóra í Kjós eftir að hafa lagfært girðingu á landi sem hann deilir um við nágrannann. Þetta kemur fram í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Deilurnar má rekja aftur til ársins 2018 þegar jörð í Kjósarhreppi, sem áður var í eigu hins dæmda, var seld félagi í eigu nágrannans. Deilur spruttu um eignarhald á 25 hektara landspildu, sem áður tilheyrði keyptu jörðinni, en var skipt út úr landi jarðarinnar og lögð til nágrannajarðar. Maðurinn sem keypti jörðina vildi meina að 25 hektara landið hafi aftur orðið hluti af hinni keyptu jörð áður en hann keypti hana og hafi hún þar með verið hluti af kaupunum. Hinn maðurinn vildi hins vegar meina að landspildan hafi aldrei orðið hluti af jörðinni aftur og hafi hún því ekki fylgt kaupunum. Kaupandinn gæti því ekki meinað honum afnot af jörðinni. Þann 31. maí í fyrra kom kaupandinn að hinum manninum við girðingavinnu innan landamerkja hins keypta lands. Hinn dæmdi hafi verið mjög æstur að sögn mannsins og formælt honum að tilefnislausu. Hann hafi reynt að fá hann ofan af því að reisa girðingu í landinu en maðurinn hafi orðið sífellt æstari og að lokum hótað honum lífláti. Dæmdi hafi síðan ráðist á hann með gaddavírsbút og slegið hann ítrekað. Maðurinn hafi þá forðað sér undan á fjórhjólinu sem hann var á og hringt í lögreglu, sem sendi sérsveit ríkislögreglustjóra á staðinn. Greint var frá þeirri handtöku fyrir ári og kom þar fram að maðurinn hafi verið færður á lögreglustöðina við Hlemm þar sem hann var vistaður í sex tíma og sleppt að lokinni skýrslutöku. Haft var eftir honum í frétt sem birtist í Fréttablaðinu að lögregla hafi brotist inn í hús dóttur hans og tekið rússneskan, óvirkan riffil sem hékk uppi á vegg. Þá hafi sérsveitarmenn miðað byssu á manninn sem er á áttræðisaldri og fatlaður. Fréttin vakti mikil viðbrögð og í kjölfarið óskaði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, eftir skýringum um málið. Aðgerðir lögreglu voru gagnrýndar mikið í athugasemdakerfum fjölmiðla og segir nágranninn að sá dæmdi hafi kynt undir umræðunni. Hann hafi tekið þar virkan þátt og sett fram fjölmörg ærumeiðandi ummæli um manninn á fjölmörgum stöðum. Hann hafi meðal annars sakað hann ítrekað um þjófnað, skjalafals, blekkingar og ýmis önnur lögbrot, auk þess að kalla hann „siðblindan sýkópata.“ Daginn eftir hafi maðurinn jafnframt birt færslu á Facebook þar sem hann hraunaði yfir nágrannann.
Dómsmál Kjósarhreppur Tjáningarfrelsi Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira