Lögreglan leitar tíu manna sem tóku þátt í óeirðum við Wembley Lögreglan í Lundúnum hefur birt myndir af tíu mönnum sem tóku þátt í ofbeldi og óeirðum á Wembley leikvanginum í Lundúnum á úrslitaleik Evrópumótsins í knattspyrnu um síðustu helgi. 18.7.2021 13:57
Hádegisfréttir Bylgjunnar Flugvöllurinn í Keflavík nálgast þolmörk, svo margir fara nú um hann. Þetta segir yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli. Suma daga þurfi lögreglan að taka á móti þrjú þúsund farþegum á einum og hálfum tíma. 18.7.2021 11:55
Miðflokkurinn boðar oddvitakjör í Reykjavík Stjórn Miðflokksins í Reykjavík hefur tekið ákvörðun um að boða til oddvitakjörs í Reykjavíkurkjördæmi suður eftir að tillaga uppstillinganefndar að framboðslista flokksins í kjördæminu var felld á félagsfundi síðastliðinn fimmtudag. 18.7.2021 11:45
Britney ætlar ekki að spila á tónleikum á meðan faðir hennar stjórnar ferlinum Söngkonan Britney Spears segist ekki ætla að spila aftur á tónleikum á meðan faðir hennar stjórnar ferli hennar. Faðir hennar, Jamie Spears, hefur farið með forræði yfir söngkonunni frá árinu 2008 og hefur Britney lýst því að hún hafi engin völd yfir eigin lífi. 18.7.2021 10:11
Sprengisandur: Veðuröfgar, mörk tjáningarfrelsis og Íslandssagan Margt verður rætt í þjóðmálaþættinum Sprengisandi í dag en þátturinn er sem fyrr á Bylgjunni klukkan tíu. Jón Gnarr, rithöfundur, uppistandari og leikari mætir og fer yfir Íslandssöguna og ræðir ýmislegt fleira. 18.7.2021 09:14
Látnum vegna flóðanna fjölgar enn Minnst 170 hafa farist í flóðunum í Þýskalandi og Belgíu. Hundruða er enn saknað eða ekki hægt að koma í öruggt skjól enda hafa flóðin rústað vegum og brúm á svæðunum sem eru verst farin. 18.7.2021 08:57
Sjúkrabíll skemmdist þegar flösku var kastað í hann Undanfarinn sólarhringur hefur verið annasamur hjá viðbragðsaðilum á höfuðborgarsvæðinu, bæði slökkviliðinu og lögreglunni. 18.7.2021 08:31
Tveir Ólympíufarar hafa greinst smitaðir Tveir íþróttamenn í Ólympíuþorpinu hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni, aðeins fimm dögum áður en Ólympíuleikarnir hefjast. Íþróttamennirnir eru frá sama landinu og eru í sömu íþrótt og starfsmaðurinn sem greindist smitaður í gær. 18.7.2021 07:51
Áfram blíðskaparveður á landinu Búast má við svipuðu veðri í dag og var í gær og sömuleiðis á morgun. Sólin er þegar farin að skína á Norðurlandi, Austurlandi og hálendinu. 18.7.2021 07:33
Raðir mynduðust á Leifsstöð í morgun og 47 flugvélar fljúga frá vellinum í dag Svakalegar raðir mynduðust á Keflavíkurflugvelli snemma í morgun. Raðir voru margar byrjaðar að myndast fyrir klukkan fimm, en þá voru enn um þrír tímar í að lang flestar flugvélar, á leið til Evrópu, legðu af stað. 18.7.2021 07:19