Utís hópurinn hlaut hvatningarverðlaun Íslensku menntaverðlaunanna Tilkynnt var um verðlaunahafa Íslensku menntaverðlaunanna í gær en þeim er ætlað að auka veg menntaumbótastarfs og vekja athygli á metnaðarfullu og vönduðu skóla- og frístundastarfi með börnum og unglingum. 14.11.2020 10:23
Sýkingavarnadeild fámenn og lítið mátti út af bregða Framkvæmdastjórn og forstjóri Landspítalans þurfa að skuldbinda sig til að styrkja starfsemi sýkingavarnadeildar í orði og gjörðum og styrkja þarf stöðu deildarinnar innan stjórnkerfis spítalans að mati höfund Landakotsskýrslu. 14.11.2020 09:55
Stjörnu-Sævar og Þórhildur Fjóla eiga von á barni Svo virðist sem parið eigi von á dreng en Þórhildur Fjóla birti mynd af þeim með sónarmynd á Twitter í dag. 12.11.2020 23:39
Pólski sendiherrann sakar aðgerðasinna um lygar og fjölmiðla um óvönduð vinnubrögð Sendiherra Póllands á Íslandi sakar pólska aðgerðasinna á Íslandi um lygar. Það sé ekki rétt að hann hafi farið þess á leit við lögreglu að hún myndi fjarlægja borða sem settur var upp fyrir sendiherrabústaðinn. 12.11.2020 23:04
Leigubílstjórar saka höfunda OECD-skýrslu um þekkingarleysi Bandalag íslenskra leigubílstjóra telur skýrslu OECD um samkeppnismat á regluverki í ferðaþjónustu og byggingariðnaði gera lítið úr reynslu, þekkingu og fagmennsku ýmissa iðngreina á Íslandi, þar á meðal leigubifreiðaakstri. 12.11.2020 22:03
Ekkert samkomulag liggi fyrir um byggingu lúxushótels á Miðbakka Reykjavíkurhafnar Áform um byggingu lúxushótels undir merkjum Four Seasons-hótelkeðjunnar á Miðbakka Reykjavíkurhafnar stranda ekki aðeins á deiliskipulagi heldur eru viðræður um hótelið á algjöru byrjunarstigi og ekkert samkomulag liggur fyrir af hálfu hótelkeðjunnar. 12.11.2020 21:21
Kallar eftir fyrirsjáanleika vegna aðgerða á landamærum Stjórnvöld vinna nú að framtíðarfyrirkomulagi sóttvarna á landamærunum, sem sagt er forsenda efnahagsbata. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar kallar eftir meiri fyrirsjáanleika. 12.11.2020 20:02
Gætum náð góðum árangri jafnvel fyrir fyrsta í aðventu Gert er ráð fyrir að þær samfélagslegu aðgerðir sem gripið hefur verið til til að sporna gegn útbreiðslu covid-19 muni hafa þau áhrif að smitsuðullinn haldist undir einum samkvæmt nýju spálíkani Háskóla Íslands um þróun faraldursins hér á landi. 12.11.2020 19:01
Væri hægt að bólusetja alla íslensku þjóðina á nokkrum dögum Hversu hratt verður hægt að bólusetja veltur þó á því hversu hratt og í hversu stórum skömmtum bóluefni kemur til landsins. 12.11.2020 18:06
Stórstjörnur fara með hlutverk í nýrri mynd Gríms Hákonarsonar Leikararnir Miles Teller, Shailene Woodley og William Hurt eru sögð fara með aðalhlutverk í nýrri kvikmynd leikstjórans Gríms Hákonarsonar ef marka má frétt bandaríska Hollywood-fréttamiðilsins Deadline. 11.11.2020 23:43