Fréttamaður

Elín Margrét Böðvarsdóttir

Elín Margrét er fréttamaður á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni.

Nýjustu greinar eftir höfund

Nýir eig­endur Skagans stefna á að hefja starf­semi í nóvember

Hópur fjárfesta hefur náð samkomulagi um kaup á öllum búnaði og lausafé þrotabús Skagans 3X á Akranesi. Auk þess munu þeir taka á leigu mikið af þeim húsakosti sem fyrirtækið bjó yfir í því skyni að hefja þar aftur rekstur. Þetta kemur fram í tilkynningu um kaupin, en það er nýtt félag, KAPP Skaginn ehf., sem er kaupandi.

Segja á­sakanir „upp­spuna frá rótum“ og „efni í hryllings­mynd“

Hjónin fyrrverandi sem veittu meðferðarheimilunum að Varpholti og Laugalandi forstöðu á árunum 1997 til 2007 segjast hafa mátt sæta ærumeiðingum og rógburði í fleiri ár. Þau segja að enginn fótur sé fyrir ásökunum fyrrum skjólstæðinga um meint andlegt og líkamlegt ofbeldi, skort á eftirliti, ógnarstjórnun og ásökunum um félagslega einangrun og niðurbrot. Þá hafi ríkisvaldið tekið þátt í „rógsherferð“ sem staðið hafi yfir í á fjórða ár gegn hjónunum.

„Enn­þá í tölu­verðu óvissuástandi um fram­vinduna“

Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor lítur svo á að mál Yazans Tamimi og fjölskyldu hans hafi verið „þúfan sem velti hlassinu“ í aðdraganda stjórnarslita. Óvissuástand ríkir þó enn um framhaldið að mati sérfræðinga, en ákvörðun um að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu kom ekki á óvart.

Svan­dís safnar sjálf­boða­liðum: „Ég bið ykkur um að­stoð”

Svandís Svavarsdóttir formaður VG hefur sent ákall til flokksmanna um að nú sé kosningabaráttan hafin og hvetur öll sem hönd geti lagt á plóg til að skrá sig sem sjálfboðaliða. Þetta kemur fram í bréfi sem stílað er til félaga í flokknum nú rétt fyrir átta í kvöld.

Bjarni hafi á­kveðið „að henda inn hand­klæðinu”

Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármálaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir ákvörðun forsætisráðherra um að óska eftir þingrofi og boða kosningar hafa komið nokkuð á óvart. Sjálfstæðisflokkurinn hafi „kastað inn handklæðinu“ þótt hann telji sjálfur að stjórnarflokkarnir hefðu getað náð saman um mikilvæg mál til að halda áfram samstarfi. Þetta sagði Sigurður Ingi í kvöldfréttum Rúv.

Taldi þing­rof og kosningar ekki vera næst á dag­skrá

Formaður Vinstri grænna er hugsi yfir þeirri stöðu sem upp er komin í stjórnmálunum eftir að forsætisráðherra tilkynnti um að hann vilji rjúfa þing og boða til kosninga. Þá sé það umhugsunarefni fyrir Sjálfstæðisflokkinn að þetta sé í annað sinn sem stjórn undir forystu Bjarna Benediktssonar heldur ekki út kjörtímabilið. Ákvörðun Bjarna hafi því komið sér á óvart.

„Fram­koma Bjarna kom svo­lítið flatt upp á mann“

Það kom flatt upp á Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingflokksformann Pírata, að Bjarni Benediktsson hafi boðað að þing verði rofið og boðað til kosninga með þeim hætti og hann gerði í dag. Hins vegar fagnar hún því að ríkisstjórnin sé sprungin.

Leggur fram til­lögu um þing­rof og kosningar í nóvember

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins hefur upplýst formenn Framsóknar og Vinstri grænna um að hann muni leggja fyrir forseta Íslands tillögu um þingrof og alþingiskosningar í nóvember. Bjarni mun funda með forseta Íslands klukkan níu í fyrramálið.

Ríkis­stjórnin sprungin

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra Íslands tilkynnti á blaðamannafundi í dag að hann hefði ákveðið að rjúfa þing og boða til kosninga í lok nóvember. Hann ætlar sér sjálfur að vera áfram formaður og gerir ráð fyrir því að ríkisstjórnin starfi fram að kosningum. Bjarni fer á fund Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, klukkan níu í fyrramálið.

Sjá meira