Síminn hagnaðist um 2,8 milljarða króna Hagnaður Símans nam 2,8 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi samanborið við 762 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Hagnaður Símans af sölu upplýsingatæknifyrirtækisins Sensa til hins norska Crayon Group AS nam 2,1 milljarði króna á ársfjórðungnum og skýrir því stærstan hluta hagnaðarins. 28.4.2021 13:08
Gerðu lengsta samning í sögu Bundesligunnar Nordic Entertainment Group (NENT Group) hefur framlengt sýningarrétt sinn á þýsku Bundesligunni og verður sýnt frá þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á streymisveitunni Viaplay til ársins 2029. 28.4.2021 12:30
Bein útsending: Nýsköpunardagur Haga Hagar hafa stofnað styrktarsjóðinn Uppsprettu sem verður kynntur á Nýsköpunardegi Haga sem fram fer í dag. Er nýja sjóðnum ætlað að stuðla að nýsköpun í matvælaiðnaði hér á landi. Markmið og tilgangur Nýsköpunardagsins er að hvetja til nýsköpunar og aukinnar sjálfbærni í matvælaiðnaði. 28.4.2021 11:31
Verðlaunuðu ríkislögreglustjóra, framkvæmdastjóra og mannauðsstjóra Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi voru veitt á mánudag við hátíðlega athöfn á Grand Hótel að viðstöddum forseta Íslands. Veitt voru verðlaun í þremur flokkum auk þess sem heiðursfélagi Stjórnvísi 2021 var útnefndur. 28.4.2021 10:41
Sautján þúsund án atvinnu í mars 17 þúsund einstaklingar voru atvinnulausir í mars síðastliðnum samkvæmt árstíðaleiðréttum tölum úr vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands. Jafngildir það 8,3% atvinnuleysi. 28.4.2021 09:48
Samdi við lánadrottna bróður síns sem vildi hætta í neyslu Gísli Magnússon komst ungur í kynni við vímuefni og lenti í kjölfarið í miklum fjárhagserfiðleikum. Auk þess að takast á við fíknina þurfti hann að glíma við skuldirnar sem hann hafði safnað á meðan hann var í neyslu en þær voru að stórum hluta í formi smálána. 28.4.2021 08:01
Sá Táslu á Facebook ellefu árum eftir hvarfið: „Finnst ég svífa um á skýi“ Sjálfboðaliðar Villikatta ætluðu ekki að trúa eigin augum þegar kattareigandi gerði tilkall til læðu sem var í umsjá félagsins. Tásla týndist árið 2009 og var eigandinn búinn að gefa upp alla von um að sjá hana aftur. Það breyttist þegar ljósmynd Villikatta af kunnuglegum ketti birtist óvænt í fréttaveitunni hennar á Facebook. 27.4.2021 17:05
Úrræði stjórnvalda mest nýtt af rekstraraðilum með færri en fimm starfsmenn Fyrirtæki í ferðaþjónustu eru meirihluti þeirra sem nýta sér úrræði stjórnvalda vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Þrír af hverjum fjórum rekstraraðilum sem nýtt hafa úrræðin eru lítil fyrirtæki með færri en fimm starfsmenn eða einyrkjar. 27.4.2021 14:40
387 störfuðu að jafnaði hjá þeim fyrirtækjum sem urðu gjaldþrota Samtals voru 149 fyrirtæki sem skráð voru í fyrirtækjaskrá Skattsins tekin til gjaldþrotaskipta í mars. Af þeim voru 25 með launþega í fyrra samkvæmt staðgreiðsluskrá eða veltu samkvæmt virðisaukaskattskýrslum, sem er 36% fækkun frá mars 2020. 27.4.2021 12:56
Bein útsending: Umhverfisvæn steypa Ólafur Wallevik, prófessor við iðn- og tæknifræðideild, flytur þriðjudagsfyrirlestur HR og Vísis um kolefnisspor steypu og hvernig má þróa hana svo hún verði með vistvænustu byggingarefnum sem Íslendingar eiga kost á. Fyrirlesturinn hefst klukkan 12 og verður hægt að fylgjast með í spilaranum hér fyrir neðan. 27.4.2021 11:55