Gefa nýja ferðagjöf, útvíkka viðspyrnustyrki og greiða 100 þúsund til atvinnulausra Einstaklingar sem hafa verið atvinnulausir frá því fyrir upphaf kórónuveirufaraldursins munu fá 100 þúsund króna eingreiðslu sem hluta af nýjum aðgerðapakka stjórnvalda. Þá verður sérstakur 30 þúsund króna barnabótaauki gefinn þeim sem fá tekjutengdar barnabætur. 30.4.2021 12:18
Guðlaugur Þór vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjavík Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, sækist eftir því að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi Alþingiskosningar. Guðlaugur Þór leiddi lista Sjálfstæðismanna í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir síðustu kosningar. 30.4.2021 10:43
Hagnaður Origo dregst saman Hagnaður Origo nam 163 milljónum króna á fyrsta ársfjórðungi og dróst saman um 61,6% frá sama tímabili í fyrra þegar hann nam 425 milljónum króna. Tekjur drógust saman um 2,4% milli fjórðunga og nam sala á vöru og þjónustu 4,2 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi 2021. 30.4.2021 10:12
Vona að hægt verði að bjóða fólki í smitgát með sjálfvirkum hætti í næstu viku Vonast er til að hin margumtalaða uppfærsla á rakningaappi almannavarna og landlæknis verði loks fáanleg í næstu viku. Nýja útgáfan notast við Bluetooth-tækni til að láta fólk vita ef það hefur mögulega verið útsett fyrir kórónuveirusmiti. 29.4.2021 17:23
Yfirheyra loks manninn sem rauf einangrun og er talinn hafa komið af stað hópsmitinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hyggst á næstu dögum taka skýrslu af karlmanni sem er bæði grunaður um brot á sóttkví og einangrun. Þá er grunur um að hann tengist hópsmitinu sem upp kom á leikskólanum Jörfa. 29.4.2021 14:11
Litlar líkur á íbúðaskorti en óvíst hvort byggt sé í takt við eftirspurn Litlar líkur eru á því að skortur verði á íbúðum miðað við það magn sem er nú í byggingu og þann fjölda íbúða sem þarf til að mæta þörf. 29.4.2021 12:47
Svona var 178. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnir og embætti landlæknis boða til reglulegs upplýsingafundar í dag klukkan 11:03. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir mun þar fara yfir stöðu mála varðandi framgang kórónuveirufaraldursins hér á landi ásamt Víði Reynissyni, yfirlögregluþjóni hjá almannavörnum. 29.4.2021 10:15
Verðbólga ekki verið hærri í átta ár Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 4,6% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 4,6%. 29.4.2021 09:19
Næstu skref velti á niðurstöðu skimunar Nemendur og kennarar við Flúðaskóla voru beðnir um að halda sig heima í dag eftir að einstaklingur í Hrunamannahreppi greindist með kórónuveiruna í gær. Sá á barn í grunnskólanum sem bíður nú niðurstöðu skimunar en ákveðið var að aflýsa hefðbundnu skólastarfi í fjórða og fimmta bekk til að gæta ítrustu varúðarráðstafana. 28.4.2021 17:10
Sala Elko jókst um 25 prósent milli ára Festi hagnaðist um 289 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi samanborið við 53 milljónir á sama tíma í fyrra. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) var 1,5 milljarður króna samanborið við 1,0 milljarð á fyrsta ársfjórðungi 2020 sem jafngildir 47,5% hækkun milli ára. 28.4.2021 16:29