Bein útsending: Ræktum Ísland Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, boðar til blaðamannafundar um Ræktum Ísland!, umræðuskjal um Landbúnaðarstefnu fyrir Ísland. 5.5.2021 09:12
Lokuðu dyrunum í síðasta sinn eftir erfitt rekstrarár Verslunin Stórkaup í Skeifunni hefur lokað dyrum sínum í seinasta sinn. Allir fjórtán starfsmenn verslunarinnar missa vinnuna en fjórir til sex ganga í önnur störf að sögn framkvæmdastjóra Olís. 4.5.2021 17:00
Bóluefni Sinovac komið í áfangamat hjá EMA Lyfjastofnun Evrópu (EMA) hefur hafið áfangamat á bóluefni kínverska líftæknifyrirtækisins Sinovac gegn Covid-19. Er fyrirtækið þar með komið einu skrefi nær því geta sótt um markaðsleyfi í Evrópu. 4.5.2021 15:45
Tilkynnt um eina hópuppsögn í apríl Vinnumálastofnun barst ein tilkynning um hópuppsögn í apríl þar sem 55 starfsmönnum var sagt upp störfum í fjármála – og vátryggingastarfsemi. Uppsagnirnar koma til framkvæmda á tímabilinu ágúst til nóvember 2021. 4.5.2021 12:51
Framlengir núgildandi takmarkanir um eina viku Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ætlar að framlengja gildistíma núgildandi sóttvarnaráðstafana um eina viku eða út 12. maí. Reglugerðin hefði að óbreyttu runnið út á miðnætti á morgun. Líklega verður fólk boðað í bólusetningu af handahófi eftir að forgangshópar verða kláraðir. 4.5.2021 11:12
Elínborg sakfelld: „Þetta eru mjög skýr skilaboð til mín um að hafa mig hæga“ Elínborg Harpa Önundardóttir, aðgerðasinni og baráttukona fyrir réttindum flóttafólks, var í dag sakfelld í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir brot gegn valdstjórninni og fyrir að óhlýðnast fyrirmælum lögreglunnar. 4.5.2021 10:34
„Ég held að þau hljóti að hafa verið að reykja eitthvað mjög sterkt“ Kára Stefánssyni, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, líst nokkuð vel á stöðu faraldursins hér á landi þrátt fyrir að borið hafi á hópsmitum undanfarnar vikur. Hann er þó ósáttur við fyrirhugaðar breytingar á landamæratakmörkunum og vonar að ríkisstjórnin sjái villu síns vegar. 3.5.2021 07:01
Eðlilegar skýringar á því að margir hafi fengið ótímabæra boðun í bólusetningu Borið hefur á því að fólk undir fimmtugsaldri sem kannast ekki við að tilheyra áhættuhópum hafi verið boðað óvænt í bólusetningu gegn Covid-19 á næstu dögum. 2.5.2021 23:00
Gosið til umfjöllunar í 60 Minutes Bill Whitaker, fréttamaður 60 Minutes, er staddur á Íslandi og vinnur ásamt teymi sínu að umfjöllun um eldgosið í Geldingadölum. 2.5.2021 21:08
„Það gæti orðið bras að eiga við þetta“ Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um reyk við Búrfellsgjá nærri Heiðmörk á sjöunda tímanum í kvöld. 2.5.2021 19:38