Þessar takmarkanir tóku gildi á miðnætti Eiður Þór Árnason skrifar 25. júlí 2021 00:00 Enn á ný eru settar takmarkanir á opnunartíma veitingahúsa og skemmtistaða. Vísir/Vilhelm Nýjar samkomutakmarkanir tóku gildi á miðnætti og gilda til og með 13. ágúst. Meðal stærstu breytinga er að hámarksfjöldi þeirra sem mega koma saman er nú 200 og tekin er upp eins metra nálægðarregla. Einnig verður í gildi grímuskylda innanhúss þar sem ekki er unnt að viðhafa eins metra reglu. Börn á vissum aldri eru undanþegin þessum kröfum. Veitinga- og skemmtistöðum er gert að loka klukkan 23 á kvöldin og þarf að tæma staði fyrir miðnætti. Hámarksfjöldi gesta er þar 100 manns í rými. Heilsu- og líkamsræktarstöðvum sem og sund- og baðstöðum verður heimilt að taka á móti 75 prósent af hámarksfjölda leyfilegra gesta. Hið sama á við um söfn. Íþróttaæfingar og -keppnir barna og fullorðinna verða heimilar með og án snertinga með 100 manna hámarksfjölda. Hámarksfjöldi áhorfenda er 200 manns í rými og er veitingasala óheimil á keppnisstöðum. Sviðslistum og sambærilegri starfsemi er heimilt að hafa allt að 100 manns á sviði. Hámarksfjöldi áhorfenda er 200 manns í rými, þar á meðal í bíóhúsum. Hámarksfjöldi gesta við athafnir trú- og lífsskoðunarfélaga verður 200. Helstu takmarkanir Almennar fjöldatakmarkanir verða 200 manns. Börn fædd 2016 og síðar eru undanþegin. Nándarregla verður almennt 1 metri. Börn fædd 2016 og síðar verði undanþegin. Grímuskylda verður tekin upp innanhúss og þar sem ekki er unnt að viðhafa 1 metra reglu.Börn fædd 2006 og síðar eru undanþegin. Hámarksfjöldi viðskiptavina í verslunum verði 200. Heilsu- og líkamsræktarstöðvum sem og sund- og baðstöðum verður heimilt að hafa opið fyrir 75% af hámarksfjölda leyfilegra gesta. Sameiginlegan búnað skal sótthreinsa milli notenda. Söfnum verður heimilt að taka á móti 75% af leyfilegum hámarksfjölda gesta. Íþróttaæfingar og -keppnir barna og fullorðinna heimilar með og án snertinga með 100 manna hámarksfjölda. Hámarksfjöldi áhorfenda 200 manns í rými sem skulu skráðir í sæti. Veitingasala óheimil á keppnisstöðum. Æfingar og sýningar sviðslista og sambærilegrar starfsemi heimilar með allt að 100 manns á sviði. Hámarksfjöldi áhorfenda 200 manns í rými, svo sem í bíóhúsum. Heimilt að hafa hlé en enga veitingasölu í hléum. Skrá skal gesti í sæti. Hámarksfjöldi gesta við athafnir trú- og lífsskoðunarfélaga verður 200. Opnunartími veitingastaða, skemmtistaða o.þ.h. verður til kl. 23:00 (tæma þarf staði fyrir miðnætti) og hámarksfjöldi gesta 100 manns í rými. Vínveitingar bornar fram til sitjandi gesta. Skrá skal gesti. Tjaldstæði og hjólhýsasvæði fari eftir leiðbeiningum sóttvarnalæknis og Ferðamálastofu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Tvö hundruð mega koma saman og eins metra fjarlægðarregla Nýjar samkomutakmarkanir taka gildi á miðnætti annað kvöld. 200 manns mega koma saman og eins metra fjarlægðarmörk verða í gildi. Hertar aðgerðir gilda til 13. ágúst. 23. júlí 2021 19:05 95 greindust smitaðir innanlands í gær Níutíu og fimm greindust innanlands með kórónuveiruna í gær og hafa ekki fleiri greinst með veiruna á einum degi á þessu ári. Stærstur hluti smitaðra var utan sóttkvíar eða 75. Þá eru fjórir eru á sjúkrahúsi vegna Covid-19 samkvæmt nýuppfærðum tölum á Covid.is. 76 greindust í fyrradag og 78 daginn þar á undan. 24. júlí 2021 10:54 Katrín: Algjör samstaða um þessa niðurstöðu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að með nýjum hertum aðgerðum innnanland sé verið að reyna að tempra fjölgun smita hér á landi. Algjör samstaða hafi verið innan ríkisstjórnarinnar um þær aðgerðir sem farið verður í. 23. júlí 2021 20:09 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira
Einnig verður í gildi grímuskylda innanhúss þar sem ekki er unnt að viðhafa eins metra reglu. Börn á vissum aldri eru undanþegin þessum kröfum. Veitinga- og skemmtistöðum er gert að loka klukkan 23 á kvöldin og þarf að tæma staði fyrir miðnætti. Hámarksfjöldi gesta er þar 100 manns í rými. Heilsu- og líkamsræktarstöðvum sem og sund- og baðstöðum verður heimilt að taka á móti 75 prósent af hámarksfjölda leyfilegra gesta. Hið sama á við um söfn. Íþróttaæfingar og -keppnir barna og fullorðinna verða heimilar með og án snertinga með 100 manna hámarksfjölda. Hámarksfjöldi áhorfenda er 200 manns í rými og er veitingasala óheimil á keppnisstöðum. Sviðslistum og sambærilegri starfsemi er heimilt að hafa allt að 100 manns á sviði. Hámarksfjöldi áhorfenda er 200 manns í rými, þar á meðal í bíóhúsum. Hámarksfjöldi gesta við athafnir trú- og lífsskoðunarfélaga verður 200. Helstu takmarkanir Almennar fjöldatakmarkanir verða 200 manns. Börn fædd 2016 og síðar eru undanþegin. Nándarregla verður almennt 1 metri. Börn fædd 2016 og síðar verði undanþegin. Grímuskylda verður tekin upp innanhúss og þar sem ekki er unnt að viðhafa 1 metra reglu.Börn fædd 2006 og síðar eru undanþegin. Hámarksfjöldi viðskiptavina í verslunum verði 200. Heilsu- og líkamsræktarstöðvum sem og sund- og baðstöðum verður heimilt að hafa opið fyrir 75% af hámarksfjölda leyfilegra gesta. Sameiginlegan búnað skal sótthreinsa milli notenda. Söfnum verður heimilt að taka á móti 75% af leyfilegum hámarksfjölda gesta. Íþróttaæfingar og -keppnir barna og fullorðinna heimilar með og án snertinga með 100 manna hámarksfjölda. Hámarksfjöldi áhorfenda 200 manns í rými sem skulu skráðir í sæti. Veitingasala óheimil á keppnisstöðum. Æfingar og sýningar sviðslista og sambærilegrar starfsemi heimilar með allt að 100 manns á sviði. Hámarksfjöldi áhorfenda 200 manns í rými, svo sem í bíóhúsum. Heimilt að hafa hlé en enga veitingasölu í hléum. Skrá skal gesti í sæti. Hámarksfjöldi gesta við athafnir trú- og lífsskoðunarfélaga verður 200. Opnunartími veitingastaða, skemmtistaða o.þ.h. verður til kl. 23:00 (tæma þarf staði fyrir miðnætti) og hámarksfjöldi gesta 100 manns í rými. Vínveitingar bornar fram til sitjandi gesta. Skrá skal gesti. Tjaldstæði og hjólhýsasvæði fari eftir leiðbeiningum sóttvarnalæknis og Ferðamálastofu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Tvö hundruð mega koma saman og eins metra fjarlægðarregla Nýjar samkomutakmarkanir taka gildi á miðnætti annað kvöld. 200 manns mega koma saman og eins metra fjarlægðarmörk verða í gildi. Hertar aðgerðir gilda til 13. ágúst. 23. júlí 2021 19:05 95 greindust smitaðir innanlands í gær Níutíu og fimm greindust innanlands með kórónuveiruna í gær og hafa ekki fleiri greinst með veiruna á einum degi á þessu ári. Stærstur hluti smitaðra var utan sóttkvíar eða 75. Þá eru fjórir eru á sjúkrahúsi vegna Covid-19 samkvæmt nýuppfærðum tölum á Covid.is. 76 greindust í fyrradag og 78 daginn þar á undan. 24. júlí 2021 10:54 Katrín: Algjör samstaða um þessa niðurstöðu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að með nýjum hertum aðgerðum innnanland sé verið að reyna að tempra fjölgun smita hér á landi. Algjör samstaða hafi verið innan ríkisstjórnarinnar um þær aðgerðir sem farið verður í. 23. júlí 2021 20:09 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira
Tvö hundruð mega koma saman og eins metra fjarlægðarregla Nýjar samkomutakmarkanir taka gildi á miðnætti annað kvöld. 200 manns mega koma saman og eins metra fjarlægðarmörk verða í gildi. Hertar aðgerðir gilda til 13. ágúst. 23. júlí 2021 19:05
95 greindust smitaðir innanlands í gær Níutíu og fimm greindust innanlands með kórónuveiruna í gær og hafa ekki fleiri greinst með veiruna á einum degi á þessu ári. Stærstur hluti smitaðra var utan sóttkvíar eða 75. Þá eru fjórir eru á sjúkrahúsi vegna Covid-19 samkvæmt nýuppfærðum tölum á Covid.is. 76 greindust í fyrradag og 78 daginn þar á undan. 24. júlí 2021 10:54
Katrín: Algjör samstaða um þessa niðurstöðu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að með nýjum hertum aðgerðum innnanland sé verið að reyna að tempra fjölgun smita hér á landi. Algjör samstaða hafi verið innan ríkisstjórnarinnar um þær aðgerðir sem farið verður í. 23. júlí 2021 20:09