Fréttamaður

Eiður Þór Árnason

Eiður Þór er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Sinubruni á Laugarnesi

Slökkvilið hefur verið kallað út vegna sinubruna á Laugarnesi í Reykjavík. Ekki er um að ræða mikinn eld og vinnur slökkvilið nú að því að stýra eldinum að veginum að sögn aðstoðarvarðstjóra.

Braggar frá seinni heims­styrj­öldinni víkja fyrir Krónu­verslun

Tveir braggar sem reistir voru af breska hernum í seinni heimsstyrjöldinni víkja nú fyrir nýrri verslun Krónunnar á Akureyri. Fyrirhugað er að gefa bröggunum nýtt hlutverk, endureisa þá annars staðar og nýta allt sem nýta má úr þeim og samliggjandi vörugeymslu.

Högnuðust um 2,52 milljarða á me­t­ári hjá Bónus og Hag­kaup

Vöxtur var í veltu hjá Bónus, Hagkaup, Útilíf og Zara síðastliðið ár og áttu matvörukeðjurnar sín stærstu rekstrarár frá upphafi. Smásölukeðjan Hagar hagnaðist um 2,52 milljarða króna á síðasta rekstrarári en félagið hagnaðist um 3,05 milljarða króna rekstrarárið á undan.

Sex sinnum fleiri brottfarir erlendra farþega í apríl

Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru 5.800 í aprílmánuði samkvæmt talningu Ferðamálastofu og Isavia. Eru það sex sinnum fleiri brottfarir en í apríl 2020, þegar brottfarir voru tæplega eitt þúsund.

Þóra fer frá Icelandair yfir til Play

Þóra Eggertsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play. Mun hún bera ábyrgð á að byggja upp fjármálasvið flugfélagsins sem og að leiða skráningu Play á Nasdaq First North Iceland markaðinn. 

Ekki lengur bólusett eftir aldri

Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að bólusetning gegn Covid-19 verði hér eftir framkvæmd með tilviljunarkenndum hætti innan hvers forgangshóps í stað þess að einstaklingar séu boðaðir eftir aldri. Þýðir þetta að yngra fólk sem tilheyrir ekki forgangshópi geti átt von á því að vera boðað fyrr í bólusetningu en áður. 

Sjá meira