Sinubruni á Laugarnesi Slökkvilið hefur verið kallað út vegna sinubruna á Laugarnesi í Reykjavík. Ekki er um að ræða mikinn eld og vinnur slökkvilið nú að því að stýra eldinum að veginum að sögn aðstoðarvarðstjóra. 11.5.2021 19:26
Loks hægt að ná í nýju uppfærsluna sem gjörbreytir smitrakningu Rakning C-19, smitrakningarapp landlæknisembættisins og almannavarna, hefur verið uppfært og nýtir nú Bluetooth-virkni til að styðja við rakningu smita. 11.5.2021 13:28
Heimila bólusetningu á börnum niður í tólf ára aldur Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna (FDA) hefur veitt leyfi fyrir notkun bóluefnis Pfizer og BioNTech gegn Covid-19 hjá börnum niður í tólf ára aldur. 10.5.2021 23:56
Braggar frá seinni heimsstyrjöldinni víkja fyrir Krónuverslun Tveir braggar sem reistir voru af breska hernum í seinni heimsstyrjöldinni víkja nú fyrir nýrri verslun Krónunnar á Akureyri. Fyrirhugað er að gefa bröggunum nýtt hlutverk, endureisa þá annars staðar og nýta allt sem nýta má úr þeim og samliggjandi vörugeymslu. 10.5.2021 23:27
Högnuðust um 2,52 milljarða á metári hjá Bónus og Hagkaup Vöxtur var í veltu hjá Bónus, Hagkaup, Útilíf og Zara síðastliðið ár og áttu matvörukeðjurnar sín stærstu rekstrarár frá upphafi. Smásölukeðjan Hagar hagnaðist um 2,52 milljarða króna á síðasta rekstrarári en félagið hagnaðist um 3,05 milljarða króna rekstrarárið á undan. 10.5.2021 21:33
Ákærð fyrir að hafa áreitt konu kynferðislega á hótelherbergi Kona hefur verið ákærð fyrir kynferðisbrot með því að hafa áreitt konu á hótelherbergi þegar hún tók um hendi hennar á meðan hún lá sofandi og notaði til að strjúka nakinn líkama sinn. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 10.5.2021 19:28
Sex sinnum fleiri brottfarir erlendra farþega í apríl Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru 5.800 í aprílmánuði samkvæmt talningu Ferðamálastofu og Isavia. Eru það sex sinnum fleiri brottfarir en í apríl 2020, þegar brottfarir voru tæplega eitt þúsund. 10.5.2021 18:45
Þóra fer frá Icelandair yfir til Play Þóra Eggertsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play. Mun hún bera ábyrgð á að byggja upp fjármálasvið flugfélagsins sem og að leiða skráningu Play á Nasdaq First North Iceland markaðinn. 10.5.2021 17:32
Brottreksturinn grátbroslegur nú þegar leyfa á heimaslátrun: „Óska engum þess að fara í gegnum þetta“ Sveinn Margeirsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps og fyrrverandi forstjóri Matís, fagnar því að loks standi til að leyfa bændum að slátra sauðfé og geitum á búum sínum og dreifa á markaði. 9.5.2021 20:01
Ekki lengur bólusett eftir aldri Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að bólusetning gegn Covid-19 verði hér eftir framkvæmd með tilviljunarkenndum hætti innan hvers forgangshóps í stað þess að einstaklingar séu boðaðir eftir aldri. Þýðir þetta að yngra fólk sem tilheyrir ekki forgangshópi geti átt von á því að vera boðað fyrr í bólusetningu en áður. 7.5.2021 17:14