Verðbólga lækkar milli mánaða Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 4,4% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 4,0%. 27.5.2021 09:17
Mannlíf kaupir 28 þúsund fylgjendur Kvennablaðsins Mannlíf hefur keypt Facebook-síðu Kvennablaðsins og hyggst nýta hana til að deila efni sínu á samfélagsmiðlinum. Þetta staðfestir Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, ritstjóri Kvennablaðsins, í samtali við Vísi en vefmiðilinn lagði upp laupanna á seinasta ári. 27.5.2021 09:01
Misskilningur ríki um nýja lögreglubílinn Ný Dodge RAM 3500 bifreið bættist í bílaflota lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrr í mánuðinum og er talið að heildarkostnaður sé í kringum 15 milljónir króna. Yfirlögregluþjónn segir brýna þörf hafa verið fyrir ökutæki sem væri með mikla dráttargetu og gæti auðveldlega flutt fjóra lögreglumenn með mikinn búnað. 26.5.2021 15:38
Bein útsending: Setning Nýsköpunarvikunnar 2021 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, setur Nýsköpunarviku í dag klukkan 16 í Grósku í Vatnsmýri. Nýsköpunarvikan stendur yfir dagana 26. maí til 2. júní þar sem fyrirtæki og frumkvöðlar standa fyrir nýsköpunartengdum viðburðum þvert á allar atvinnugreinar. 26.5.2021 15:30
Bólusetning dugi ekki til að stöðva núverandi bylgju faraldursins í Bandaríkjunum Yfirstandandi bólusetningar munu ekki duga til að stöðva núverandi bylgju kórónuveirufaraldursins í Bandaríkjunum að sögn vísindamanna. Nauðsynlegt er að viðhalda ströngum reglum um fjarlægð milli einstaklinga og öðrum sóttvarnarráðstöfunum til að stöðva faraldurinn og koma í veg fyrir nýja bylgju. 26.5.2021 12:03
Íbúðaverð haldi áfram að hækka og stýrivextir fari í 3,25 prósent Reikna má með áframhaldandi hækkunum á íbúðaverði og 2,7% hagvexti í ár ef marka má nýja þjóðhagsspá Íslandsbanka. Telur bankinn að atvinnuleysi verði komið í eðlilegra horf árið 2023 og stýrivextir komnir í 3,25% í lok sama árs. 26.5.2021 10:22
Tvö börn létust í eldsvoða í Danmörku Tvö börn á aldrinum sjö og ellefu ára létust í eldsvoða í Danmörku í nótt þegar eldur kviknaði í íbúðahúsi í Hobro á norðanverðu Jótlandi. 24.5.2021 14:48
Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð til vegna slyss á Mýrdalsjökli Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti slasaðan vélsleðamann á Landspítalann í Fossvogi á öðrum tímanum en ekki liggur fyrir hvort hann sé alvarlega slasaður. 24.5.2021 13:48
Litháískum borgurum sagt að forða sér frá Hvíta-Rússlandi Stjórnvöld í Litháen hafa ráðlagt borgurum sínum að yfirgefa Hvíta-Rússland af öryggisástæðum eftir að farþegavél var þvinguð til að lenda í Minsk þar sem stjórnarandstæðingurinn Roman Protasevich var handtekinn. 24.5.2021 12:16
Yfir 300 þúsund nú látist af völdum Covid-19 á Indlandi Yfir 300 þúsund hafa nú látist af völdum Covid-19 á Indlandi samkvæmt upplýsingum frá þarlendum heilbrigðisyfirvöldum. Sérfræðingar vara við því að raunverulegur fjöldi dauðsfalla geti verið mun hærri þar sem mörg þeirra séu ekki skráð með fullnægjandi hætti. 24.5.2021 08:52