Vilja að farið verði varlega í fulla bólusetningu á börnum Tveir hjartalæknar leggja til að varlega verði farið í fulla bólusetningu hjá börnum. Þeir skora á sóttvarnayfirvöld að gefa ekki fleiri skammta af bóluefnum en nauðsynlegt er með tilliti til ávinnings og áhættu. 21.8.2021 15:37
Nemendur Fossvogsskóla byrja í húsnæði Hjálpræðishersins á mánudag Yfirgnæfandi meirihluti foreldra og kennara sem tóku þátt í könnun borgarinnar um fyrirkomulag skólahalds í Fossvogsskóla vill að skólastarfið fari fram í húsnæði Hjálpræðishersins. 21.8.2021 14:44
Birtir nýjar leiðbeiningar: Gerir ráð fyrir að færri nemendur þurfi að sæta sóttkví Sóttvarnalæknir hefur endurskoðað leiðbeiningar um sóttkví á öllum skólastigum og í frístundastarfi og félagsmiðstöðvum. Með breytingunum má gera ráð fyrir að færri þurfi að sæta sóttkví ef smit kemur upp. 21.8.2021 14:30
Slegist um hjálpargögn á Haítí Vika er liðin frá því að öflugur jarðskjálfti skall á Haítí og hækkar tala látinna og slasaðra dag frá degi. Mikil ólga ríkir í landinu og dæmi um að örvæntingarfullir íbúar berjist um þær litlu neyðarbirgðir sem eru til skiptanna. 21.8.2021 12:08
Hoppaði á þaki bifreiða og olli skemmdum Einstaklingur var handtekinn skömmu fyrir tvö í nótt eftir að hafa hoppað á þaki tveggja bifreiða í miðbæ Reykjavíkur og valdið skemmdum. Einstaklingurinn er sagður hafa verið í annarlegu ástandi og var hann vistaður í fangaklefa. 21.8.2021 08:41
Tveir menn veittust að leigubílstjóra Tveir menn er sagðir hafa veist að leigubílstjóra í Reykjavík á ellefta tímanum í gærkvöldi eftir að hann neitaði þeim um far. 21.8.2021 08:30
Óviðunandi staða í málefnum Fossvogsskóla Menntamálaráðherra segir að stöðuna í málefnum Fossvogsskóla vera óviðunandi. Óvissa ríkir enn um tilhögun skólahalds á næstu vikum en kennsla á að hefjast næsta mánudag. 21.8.2021 08:12
Bongó á Norður- og Austurlandi í næstu viku Spáð er allhvassri austanátt syðst á landinu í dag en annars mun hægari vindi. Bjart veður verður norðaustan- og austanlands með hita að 18 til 20 stigum, en skýjað í öðrum landshlutum og fer að rigna seinni partinn, fyrst sunnantil. 21.8.2021 07:30
Almannavarnanefnd vill ganga lengra en ráðuneytið Almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins mælist til að ekki verði fleiri en hundrað nemendur í hverju rými grunnskóla, félagsmiðstöðva og tónlistarskóla. Gengur nefndin þar með lengra en menntamálaráðuneytið sem miðar í sínum tilmælum við 200 í hverju hólfi. 20.8.2021 17:09
Tekjur Íslendinga: Skattadrottning seinasta árs er stærðfræðikennari Inga Dóra Sigurðardóttir, stærðfræðikennari við Verzlunarskólann, var skattadrottning Íslands í fyrra. Inga hagnaðist, ásamt eiginmanni sínum Berki Arnviðarssyni, um tæpa tvo milljarða króna á sölu á hlutabréfum í danska fyrirtækinu ChemoMetec. 20.8.2021 16:16