Bankarnir vildu ekki lausnina sem átti að sefa áhyggjur Seðlabankans Reiknistofa bankanna stöðvaði þróun greiðslulausnar sem átti að gera fólki kleift að greiða verslunum og öðrum fyrirtækjum án milligöngu kortafyrirtækja. Viðskiptabankarnir höfðu þá sýnt því lítinn áhuga að innleiða kerfið fyrir sína viðskiptavini. 20.8.2021 13:32
Foreldrar barna þurfi ekki endilega að fara í sóttkví Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir smíðar nú tillögur að breyttum reglum er varða meðal annars sóttkví foreldra skólabarna. Þannig þyrftu foreldrar barna sem þurfa að fara í sóttkví ekki endilega að fara í sóttkví með börnum sínum. 20.8.2021 11:41
Ritstjóri og blaðamaður Markaðarins segja upp störfum Hörður Ægisson, ritstjóri Markaðarins, hefur sagt upp störfum á viðskiptariti Fréttablaðsins og hyggst færa sig yfir á nýjan starfsvettvang. Hörður sagði upp um síðustu mánaðamót ásamt Þorsteini Friðriki Halldórssyni, blaðamanni á Markaðnum. 20.8.2021 11:18
Gat ekki beðið um verri dag til að lenda í sóttkví Það er sjaldan hentugur tími til að þola frelsisskerðingu en sumir dagar geta reynst óheppilegri en aðrir. Þessu kynntist Ólafur Ásgeirsson, leikhúsmaður og spunaleikari, vel á dögunum þegar hann var sendur í sóttkví nokkrum klukkustundum eftir að hann fleygði baðkarinu sínu. 19.8.2021 08:01
Tekjur Íslendinga: Lítil hreyfing á lista fjölmiðlafólks þar sem RÚVarar mega vel við una Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, var tekjuhæsti fjölmiðlamaður landsins á síðasta ári samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar með 5,47 milljónir króna á mánuði að jafnaði. Hluti þeirra tekna eru eftirlaun frá tíma hans sem ráðherra, þingmaður og seðlabankastjóri. 19.8.2021 07:00
Hugmyndir Þórólfs ekki tillögur sem beri að samþykkja eða hafna Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hyggst ekki taka afstöðu til þess hvort 200 manna samkomubann verði áfram við lýði næstu mánuði og misseri. 18.8.2021 16:13
Nýtt minnisblað: Svona sér Þórólfur fyrir sér framtíðina Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ólíklegt að hægt verði að aflétta takmörkunum innanlands á meðan faraldurinn geisar í heiminum. Þetta segir hann í minnisblaði sínu til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um framtíðarfyrirkomulag sóttvarna á Íslandi vegna Covid-19. 18.8.2021 14:26
Starfsmaður á Sælukoti sakaður um ofbeldi gegn barni Starfsmaður á leikskólanum Sælukoti í Reykjavík hefur verið sakaður um ofbeldi í garð barns við skólann. Þetta staðfestir María Ösp Ómarsdóttir leikskólastjóri Sælukots í samtali við fréttastofu en hún veit ekki til þess að málið hafi verið kært til lögreglu. 18.8.2021 13:16
Tekjur Íslendinga: Tekjur forstjóra allt að 36 milljónir króna á mánuði Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels og Árni Harðarson, forstjóri Salt Investments raða sér í efstu sæti á lista Frjálsrar verslunar yfir tekjuhæstu forstjóra fyrirtækja í fyrra. Sá fyrrnefndi var að jafnaði með 35,94 milljónir króna í útsvarsskyldar tekjur á mánuði og nafni hans með góða 26,31 milljón í mánaðartekjur. 18.8.2021 11:55
Tekjur Íslendinga: Guðni Th. tekjuhæsti stjórnmálamaðurinn Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er tekjuhæsti stjórnmálamaður landsins í tekjublaði Frjálsrar verslunar með 2,80 milljónir króna í mánaðarlaun. 18.8.2021 11:02