Fréttamaður

Eiður Þór Árnason

Eiður Þór er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Foreldrar barna þurfi ekki endilega að fara í sóttkví

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir smíðar nú tillögur að breyttum reglum er varða meðal annars sóttkví foreldra skólabarna. Þannig þyrftu foreldrar barna sem þurfa að fara í sóttkví ekki endilega að fara í sóttkví með börnum sínum.

Ritstjóri og blaðamaður Markaðarins segja upp störfum

Hörður Ægisson, ritstjóri Markaðarins, hefur sagt upp störfum á viðskiptariti Fréttablaðsins og hyggst færa sig yfir á nýjan starfsvettvang. Hörður sagði upp um síðustu mánaðamót ásamt Þorsteini Friðriki Halldórssyni, blaðamanni á Markaðnum.

Gat ekki beðið um verri dag til að lenda í sótt­kví

Það er sjaldan hentugur tími til að þola frelsisskerðingu en sumir dagar geta reynst óheppilegri en aðrir. Þessu kynntist Ólafur Ásgeirsson, leikhúsmaður og spunaleikari, vel á dögunum þegar hann var sendur í sóttkví nokkrum klukkustundum eftir að hann fleygði baðkarinu sínu.

Nýtt minnis­blað: Svona sér Þór­ólfur fyrir sér fram­tíðina

Þór­ólfur Guðna­son sótt­varna­læknir telur ó­lík­legt að hægt verði að af­létta tak­mörkunum innan­lands á meðan far­aldurinn geisar í heiminum. Þetta segir hann í minnis­blaði sínu til Svan­dísar Svavars­dóttur heil­brigðis­ráð­herra um fram­tíðar­fyrir­komu­lag sótt­varna á Ís­landi vegna Co­vid-19.

Starfs­maður á Sælu­koti sakaður um of­beldi gegn barni

Starfsmaður á leikskólanum Sælukoti í Reykjavík hefur verið sakaður um ofbeldi í garð barns við skólann. Þetta staðfestir María Ösp Ómarsdóttir leikskólastjóri Sælukots í samtali við fréttastofu en hún veit ekki til þess að málið hafi verið kært til lögreglu.

Tekjur Ís­lendinga: Tekjur for­stjóra allt að 36 milljónir króna á mánuði

Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels og Árni Harðarson, forstjóri Salt Investments raða sér í efstu sæti á lista Frjálsrar verslunar yfir tekjuhæstu forstjóra fyrirtækja í fyrra. Sá fyrrnefndi var að jafnaði með 35,94 milljónir króna í útsvarsskyldar tekjur á mánuði og nafni hans með góða 26,31 milljón í mánaðartekjur.

Sjá meira