Heildarlaunagreiðslur dregist saman um 40 prósent á tólf árum Heildarlaunagreiðslur í atvinnugreinum menningar hafa dregist saman um 40% á árunum 2008 til 2020 og 25% samdráttur mælst í fjölda starfandi. 5.10.2021 10:26
Truflanir hjá Facebook Fjölmargir notendur Facebook og Instagram um heim allan hafa átt í vandræðum með að tengjast samfélagsmiðlunum frá því á fjórða tímanum. Einnig hefur borið á truflunum á þjónustu Whatsapp, Messenger og Workplace en allir fimm miðlarnir eru í eigu Facebook. 4.10.2021 15:48
Lúxushótelið við Hörpu opnar loks í næstu viku og býður opnunartilboð Nýjasta viðbótin í flóru íslenskra lúxushótela opnar síðar í þessum mánuði þegar The Reykjavík Edition tekur á móti sínum fyrstu gestum. Ítrekaðar tafir hafa orðið á verklokum en upphaflega stóð til að opna nýja fimm stjörnu hótelið við hlið Hörpu árið 2018. 4.10.2021 15:18
Smálánafyrirtæki hafði betur í máli gegn Neytendasamtökunum Breka Karlssyni, formanni Neytendasamtakanna, var óheimilt að fullyrða að lán smálánafyrirtækisins eCommerce 2020 hafi verið úrskurðuð ólögleg. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem dæmdi ummæli sem hann lét falla í garð fyrirtækisins dauð og ómerk. 4.10.2021 13:17
Líklegt að hægi á hækkunum fasteignaverðs eða leiguverð taki við sér Ekkert lát hefur verið á hækkunum íbúðaverðs en staðan er önnur á leigumarkaði þar sem hóflegri verðhækkanir hafa mælst. Þá hefur leiguverð í einhverjum tilfellum lækkað samkvæmt nýjum samningum. 4.10.2021 10:44
Auðvelda fólki að sannreyna skimunarvottorð með nýju appi Embætti landlæknis hefur gefið út smáforritið Skanni C-19 sem gerir viðburðahöldurum kleift að staðfesta hvort vottorð um neikvæða niðurstöðu Covid-skimunar sé gilt. 4.10.2021 10:00
Luku 692 milljóna króna hlutafjárútboði fyrir safnkortaleik Íslenska tölvuleikjafyrirtækið 1939 Games hefur lokið 5,3 milljóna bandaríkjadala hlutafjárútboði, sem samsvarar ríflega 692 milljónum króna. Ráðist var í hlutafjárútboðið til að styðja við frekari vöxt félagsins og klára þróun tölvuleiksins Kards fyrir iOS og Android snjalltæki. 30.9.2021 23:36
Snarpur jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Jörð skalf á suðvesturhorninu skömmu eftir klukkan 22 og fannst skjálftinn meðal annars vel í Reykjavík, Hafnarfirði, Álftanesi og Reykjanesbæ. 30.9.2021 22:12
Lögregla sögð hafa tekið mál Arons Einars aftur til rannsóknar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tók nýverið aftur upp rannsókn á meintu ofbeldisbroti landsliðsfyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar. 30.9.2021 22:08
Hafnar fullyrðingum Arons Einars og kannast ekkert við afskipti Gísli Gíslason, varaformaður KSÍ, hafnar því alfarið að stjórn KSÍ hafi skipt sér af vali þjálfara á landliðshópi Íslands fyrir komandi leiki. Athygli vakti þegar tilkynnt var um hópinn fyrir undankeppni HM í dag að Aron Einar Gunnarsson fyrirliði væri ekki þar á meðal þrátt fyrir að hafa gefið kost á sér. 30.9.2021 20:56