Óvissustigi aflétt í Útkinn Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið í samráði við lögreglustjórann á Norðurlandi eystra að fella niður óvissustig í Útkinn í Þingeyjarsveit. 11.10.2021 14:22
Ákærður fyrir að svíkja meðeigendur um söluverð eignar í Lúxemborg Héraðssaksóknari hefur ákært einstakling fyrir fjárdrátt og tilraun til fjárdráttar á árunum 2014 og 2015 í tengslum við sölu fasteignar í Lúxemborg. 11.10.2021 13:31
Atvinnuleysi nú svipað og fyrir faraldurinn Skráð atvinnuleysi mældist 5,0% í september og lækkaði úr 5,5% í ágúst. Atvinnuleysi mælist nú jafn mikið og í febrúar 2020 og er svipað og fyrir faraldurinn. 11.10.2021 11:35
Snýr baki við tækninni og fer í brauðið Gísli Þorsteinsson hefur verið ráðinn sölu- og markaðsstjóri hjá matvælafyrirtækinu Gæðabakstri-Ömmubakstri. Hann starfaði um árabil sem markaðstjóri tæknifyrirtækisins Origo. 11.10.2021 10:53
Hugmyndir um spilavíti á Hilton Reykjavík Nordica urðu að engu Skiptum er lokið í þrotabúi félagsins Ábyrg Spilamennska ehf. en engar eignir fundust í búinu. Félagið var stofnað af Arnari og Bjarka Gunnlaugssonum auk Icelandair Hotels til að kanna möguleikann á því að opna löglegan spilasal eða casino hérlendis. 8.10.2021 16:20
Stöðva notkun bóluefnis Moderna hér á landi í ljósi nýrra gagna Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að bóluefni Moderna gegn Covid-19 verði ekki notað hér á landi á meðan frekari upplýsinga er aflað um öryggi bóluefnisins við örvunarbólusetningar. 8.10.2021 14:55
Sigyn nýr Réttindaskólastjóri og vill stofna Réttindaleikskóla Sigyn Blöndal tók nýverið til starfa sem Réttindaskólastjóri UNICEF á Íslandi. Verkefnið miðar að því að skólar, frístundaheimili og félagsmiðstöðvar auki fræðslu barna um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. 8.10.2021 14:31
Mikill viðbúnaður vegna vopns sem reyndist vera eftirlíking Mikill viðbúnaður var við Síðumúla í Reykjavík á þrettánda tímanum í dag þegar tilkynning barst um að karlmaður virtist halda á skotvopni. 8.10.2021 12:53
Íslendingar í Pandóruskjölunum: Icelandair, vatnsverksmiðja, aðstoðarforstjóri Kviku og hýsing nýnasistaáróðurs Vatnsverksmiðja í Þorlákshöfn, flugvélaviðskipti Icelandair á Tortóla, aðstoðarforstjóri Kviku og hýsing nýnasistaáróðurs er meðal þess sem kemur við sögu í Pandóruskjölunum. 8.10.2021 10:11
Ekki útilokað að bólusetning hafi raskað tíðahring kvenna í nokkrum tilvikum Ekki er hægt að útiloka með óhyggjandi hætti tengsl nokkurra tilfella blæðinga í kringum tíðahvörf við bólusetningu gegn Covid-19. Hið sama á við um hluta tilfella sem varða óreglulegar og langvarandi blæðingar. 7.10.2021 16:44