Fréttamaður

Eiður Þór Árnason

Eiður Þór er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Sólríkara og úrkomuminna í Reykjavík en á Akureyri

Október einkenndist af norðaustlægum áttum og var úrkomusamur á Norðaustur- og Austurlandi. Samanborið við sama mánuð undanfarin tíu ár var mánuðurinn tiltölulega kaldur á norðanverðu landinu en tiltölulega hlýr á því sunnanverðu.

Safnar gögnum fyrir hóp­­mál­­sókn gegn ís­­lenska ríkinu

Þrjátíu konur hafa lýst yfir áhuga á að vera hluti af skaðabótamáli á hendur íslenska ríkinu í tengslum við aukaverkanir bóluefna gegn Covid-19. Ekki liggur fyrir hver endanlegur fjöldi verður en allar konurnar eiga það sameiginlegt að hafa lýst breytingum á tíðahring eftir að þær voru bólusettar.

Aldrei meiri um­ferð um Hring­veginn

Aldrei hefur fleiri bílum verið ekið um Hringveginn í októbermánuði og jókst umferðin um nærri 32 prósent frá sama tíma í fyrra. Mesta aukningin var á Mýrdalssandi þar sem umferðin reyndist 251 prósent meiri en í fyrra.

Héraðs­dómur hafnaði nauða­samningi Gray Line

Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í morgun að staðfesta nauðasamning Allrahanda GL ehf. sem rekur ferðaþjónustufyrirtækið Gray Line. Félagið hyggst áfrýja niðurstöðunni til Landsréttar en það hefur verið í greiðsluskjóli frá því á seinasta ári.  

Ráðin til að styrkja fjár­stýringu fyrir­tækisins

Samkaup hafa ráðið þrjú í störf lausnastjóra, áhættu- og lausafjárstjóra og launasérfræðings. Markmiðið með ráðningum er sagt vera að styrkja fjárstýringu hjá Samkaupum en verslanir fyrirtækisins veltu ríflega 40 milljörðum króna á síðasta ári.

Lausa­ganga katta bönnuð á Akur­eyri

Meirihluti bæjarstjórnar Akureyrar samþykkti á fundi sínum í gær að banna lausagöngu katta í bænum frá 1. janúar 2025. Eva Hrund Einarsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, lagði fram tillögu þess efnis sem samþykkt var af sjö bæjarfulltrúum eftir langar umræður. Fjórir voru á móti.

Sjá meira