Óskaði eftir aðstoð þegar hann tók eitt sitt stærsta lag Söngvaskáldið KK steig á stokk í kvöld og flutti sín þekktustu lög í tónleikaröðinni Bylgjan órafmögnuð. Þeirra á meðal var slagarinn Á æðruleysinu sem kom út á plötunni Svona eru menn árið 2008. 28.10.2021 23:41
Fimmtíu manna sendinefnd á leið á loftslagsráðstefnuna í Glasgow Umhverfissamtök segja íslensk stjórnvöld þurfa að gera mun betur í loftslagsmálum og krefjast þess að atvinnugreinum verði sett skýr losunarmörk. Þetta kemur fram í afdráttarlausri áskorun þeirra í aðdraganda loftslagsráðstefnunnar COP26 í Glasgow. 28.10.2021 22:16
Takmarkar tímann sem veiðimenn hafa til að veiða rjúpu Umhverfisráðherra ákvað í dag að stytta tímann sem veiðimenn fá til að veiða rjúpu yfir daginn til að bregðast við stöðu stofnsins. Verður óheimilt að hefja leit og veiðar fyrir hádegi þá daga sem leyft verður að veiða. Veiðitímabilið hefst þann 1. nóvember. 28.10.2021 19:16
Þingmenn fundu gilt atkvæði í röngum bunka í Borgarnesi á miðvikdag Gilt atkvæði fannst í bunka sem var merktur auðum atkvæðum í vettvangsferð sem hluti undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa fór í Borgarnes á miðvikudag. 28.10.2021 18:01
Íslandsbanki hagnaðist um 7,6 milljarða Íslandsbanki hagnaðist um 7,6 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi og hefur afkoma bankans ekki verið betri í fimm ár. Til samanburðar hagnaðist Íslandsbanki um 3,4 milljarða á sama tíma í fyrra. 28.10.2021 17:37
Stefnir í þingrof í Portúgal Útlit er fyrir þingrof og kosningar í Portúgal eftir að þingið hafnaði fjárlagafrumvarpi sitjandi minnihlutastjórnar fyrir næsta ár. 28.10.2021 00:07
Sala á graskerjum fjórtánfaldast og hrekkjavakan tekið fram úr öskudeginum Sala á graskerjum í aðdraganda hrekkjavöku hefur fjórtánfaldast í Krónunni frá árinu 2017. Þá hefur hrekkjavakan nú tekið fram úr öskudegi í búningaverslunum. 27.10.2021 22:59
Ný íslensk hryllingsmynd tilnefnd til verðlauna Íslenska hryllingsmyndin It Hatched í leikstjórn Elvars Gunnarssonar er tilnefnd til tveggja verðlauna á Austin kvikmyndahátíðinni sem nú fram fer í Texas en kvikmyndin var heimsfrumsýnd þar á dögunum. 27.10.2021 21:57
Nanna Kristjana nýr framkvæmdastjóri Keilis Nanna Kristjana Traustadóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Keilis. Hún hefur verið settur framkvæmdastjóri frá ágúst 2021 vegna leyfis fráfarandi framkvæmdastjóra. 27.10.2021 20:37
Óskar eftir starfslokum eftir tæp tuttugu ár sem framkvæmdastjóri Gestur Hjaltason hefur óskað eftir að láta af störfum sem framkvæmdastjóri ELKO frá og með 31. desember. Hann hefur gegnt stöðunni frá árinu 2002. 27.10.2021 18:24