Skotið á rúður í fjölbýlishúsum í Kópavogi Lögreglan er nú með til rannsóknar tvö tilvik þar sem skotið var á þrjár rúður í tveimur íbúðum í fjölbýlishúsum í Kórahverfinu í Kópavogi að næturlagi fyrr í vikunni. 2.12.2021 11:38
Pfizer segir að fólk þurfi líklega árlega bólusetningu Dr. Albert Bourla, forstjóri lyfjafyrirtækisins Pfizer, segir líklegt að fólk komi til með að þurfa árlega bólusetningu gegn Covid-19 á næstu árum til að viðhalda góðri vörn gegn kórónuveirunni. 2.12.2021 10:39
Bæta við þremur áfangastöðum Flugfélagið Play hefur bætt Dyflinn á Írlandi, Madríd á Spáni og Brussel í Belgíu við leiðarkerfi sitt. Með þessari viðbót eru áfangastaðir flugfélagsins í Evrópu orðnir 23 talsins. 2.12.2021 09:19
Fjórir slösuðust þegar gömul sprengja sprakk í München Fjórir slösuðust í gær þegar 250 kílógramma sprengja frá tímum seinni heimsstyrjaldarinnar sprakk á byggingarsvæði nærri járnbrautarlínu í München í Þýskalandi. Minnst einn er alvarlega slasaður að sögn yfirvalda en atvikið olli samgöngutruflunum. 2.12.2021 08:45
Telja ekki að sprengjan tengist sendiherrabústað Bandaríkjanna Ekkert hefur komið fram sem bendir til að sprengja sem fannst í ruslagámi við Mánatún í gær tengist sendiráði erlends ríkis, að sögn lögreglu. Sendiherrabústaður Bandaríkjanna er í næsta húsi við gáminn. 1.12.2021 11:56
Fimmtíu milljarða viðsnúningur í viðskiptajöfnuði 13,1 milljarða króna afgangur var á viðskiptajöfnuði við útlönd á þriðja ársfjórðungi. Það er 50 milljarða króna betri niðurstaða en ársfjórðunginn á undan og 12,5 milljarða króna betri en á sama fjórðungi árið 2020. 31,1 milljarða króna halli var á viðskiptajöfnuði við útlönd á öðrum ársfjórðungi 2021. 1.12.2021 11:30
Eldsmiðjan kveður eftir 35 ár Eldsmiðjunni við Suðurlandsbraut verður lokað næsta vor þegar hún víkur fyrir nýjum veitingastað. Um er að ræða seinasta útibú Eldsmiðjunnar sem var á fjórum stöðum snemma árs 2020. Fyrsta Eldsmiðjan var opnuð á Bragagötu árið 1986 en rekstri staðarins var hætt í fyrra. 1.12.2021 10:11
Stjórnvöld fjármagna þróun nýrrar streymisveitu Ríkisstjórnin hyggst veita fé til þróunar nýrrar innlendrar streymisveitu á næsta ári sem er ætlað að auðvelda og einfalda aðgengi að íslenskum kvikmyndaarfi. 1.12.2021 09:13
Stjórnvöld boði stöðnun í nýju fjárlagafrumvarpi BSRB gagnrýnir nýtt fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar og segir það boða stöðnun í opinbera geiranum á sama tíma og blása þurfi til sóknar. 30.11.2021 16:14
Smíði nýrra björgunarskipa hafin Smíði á fyrsta nýja björgunarskipi Slysavarnafélagsins Landsbjargar hófst fyrir helgi í skipasmíðastöð í Finnlandi. Búið er að ganga frá kaupum á þremur nýjum björgunarskipum og kostar hvert þeirra um 285 milljónir króna. 30.11.2021 15:27