Fréttamaður

Dóra Júlía Agnarsdóttir

Dóra Júlía er fréttamaður á Lífinu á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Úrvalslið rappara í eina sæng

Rappararnir Birgir Hákon, Birnir, Issi og M Can koma allir saman að laginu 16 Bars. Lagið kom út síðastliðinn föstudag eftir að hafa verið nokkur ár í bígerð en þeir voru jafnframt að senda frá sér tónlistarmyndband við lagið.

Tóku skyndiákvörðun út frá ómissandi sólarlagi

„Lagið er innblásið af nýrri ást, að rúnta um í bleiku sólarlagi og tilhlökkun fyrir nýjum tímum,“ segja þær Hildur Kristín og Ragna Kjartansdóttir sem saman mynda hljómsveitina RED RIOT. Þær voru að gefa út lagið Got This Thing og frumsýna tónlistarmyndband við lagið hér í pistlinum.

Rosaleg ráð fyrir rútínuna í vetur

Eflaust taka margir eftir því að hjartað er farið að slá örlítið hraðar eftir sumarfrí. Tölvupóstarnir aukast, hraðinn verður meiri og dagarnir eiga það til að fljúga hjá sökum anna. Þá er einstaklega mikilvægt að geta tamið sér ágætis skipulag og fundið góða rútínu. Lífið á Vísi ræddi því við fjölbreyttan hóp fólks úr samfélaginu og bað það að deila sínum bestu ráðum fyrir rútínuna í vetur.

„Munum öll hringja okkur inn veik á morgun“

„Kiki er óður til heimapartýja í London sem heita öðru nafni Kikis. Kiki er eina móteitrið við gráma borgarinnar þegar sumarið er liðið,“ segir Katrín Helga Andrésdóttir sem notast við listamannsnafnið Special-K. Lagið Kiki var kynnt inn í fasta liðnum Íslenskt og áhugavert á Íslenska listanum á FM í dag.

„Í dag vil ég helst vera í minni eigin tísku­búbblu“

MRingurinn og tískuáhugakonan Helga Þóra Bjarnadóttir elskar hvað tískan er breytileg og hvað hún getur haft jákvæð áhrif á líðan fólks. Hún segir mikilvægt að velja föt sem láta manni líða vel í staðinn fyrir að elta stöðugt tískubylgjur og hefur lært það með aldrinum. Helga Þóra er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Heitustu trendin í haust

Septembermánuður er genginn í garð, litir náttúrunnar fara að taka breytingum, yfirhafnirnar eru orðnar þykkari og umferðin er farin að þyngjast. Það þýðir bara eitt, haustið er komið með sinni einstöku litadýrð, rútínu og tískubylgjum. Lífið á Vísi ræddi við fjölbreyttan hóp álitsgjafa um hvað er heitast fyrir haustið í margvíslegum flokkum.

Patrik á toppnum

Tónlistarmaðurinn Patrik Atlason, jafnan þekktur sem prettyboitjokko, situr á toppi Íslenska listans á FM í þessari viku ásamt Luigi með lagið Skína.

„Líður lang­best þegar ég klæðist bleiku“

Áhrifavaldurinn, raunveruleikastjarnan og ofurskvísan Sunneva Einarsdóttir hefur alltaf verið mikið fyrir tískuna og segist með árunum hafa orðið ófeimnari við að taka áhættur í klæðaburði. Sunneva Einars er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

„Það er ást í loftinu og nóg pláss fyrir alla“

„Ég held að tónlistarmyndbanda menningin sé í uppsiglingu á Íslandi,“ segir fjöllistakonan Vigdís Howser en hún leikstýrir tónlistarmyndbandi sem má sjá neðar í pistlinum. Myndbandið er við lagið Elska Allt eftir tónsmiðina Mishu og Hxffa, er fjöllistaverkefni í eðli sínu og framleitt af Kristjáni Erni.

Sjá meira