Fingurinn bjargaðist rétt í tæka tíð Píanósnillingurinn Víkingur Heiðar Ólafsson lenti í smá hryllingssögu að eigin sögn þegar hann vaknaði með slæma sýkingu í vísifingri og framundan voru tvennir tónleikar um kvöldið. Blessunarlega fór betur en á horfðist en hann deildi þessu á Instagram síðu sinni. 22.8.2022 12:30
„Smitandi þegar fólk er ánægt með klæðaburðinn sinn“ Elma Dís Árnadóttir finnur fyrir mikilli hamingju þegar hún klæðist litríkum og glitrandi flíkum og segir stílinn sinn hafa þróast með sér í gegnum árin. Henni finnst mikilvægast að fólk sé samkvæmt sjálfu sér í klæðaburði og elskar að sjá það klæða sig eins og þeim sjálfum finnst flott. Elma Dís er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 21.8.2022 07:00
22 ára gamalt lag slær í gegn í nýjum búning Franski plötusnúðurinn David Guetta sendi nýlega frá sér lagið Family Affair (Dance For Me) og er um að ræða endurgerð á sögulegu lagi sem Mary J. Blidge sendi frá sér árið 2001. Lagið hefur náð vinsældum hérlendis og situr í 16. sæti íslenska listans um þessar mundir. 20.8.2022 16:00
„Fallegt að geta horft á sjálfa mig á þennan hátt“ Katrín Myrra er mikill lífskúnstner sem hefur vakið athygli bæði sem tónlistarkona og jógakennari. Hún segir innblásturinn í lífi hennar yfirleitt tengjast lífinu sjálfu, leyfir sér að finna fyrir tilfinningum sínum og elskar bæði Britney Spears og pizzu. Katrín Myrra er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. 20.8.2022 11:30
Aldrei boðið í partý nema gítarinn fylgi með Allt frá því að tónlistarmaðurinn Sváfnir fékk sinn fyrsta gítar um tíu ára gamall hefur það verið einhverskonar náttúrulögmál að gítarinn rati í hendurnar á honum þar sem fólk kemur saman á mannamótum og í partýjum. Sváfnir var nú að senda frá sér nýtt lag, Gítarinn, en í laginu fjallar hann um blessun og bölvun gítarleikarans að vera aldrei boðið í partý nema að gítarinn fylgi með. 19.8.2022 18:01
„Sumt er á yfirborðinu, annað lendir undir“ Listakonan Sandra H. Andersen sækir innblástur í áhugaverðar konur í listsköpun sinni en hún hefur verið búsett í Bandaríkjunum síðastliðin átta ár, fyrst í Los Angeles og svo í New York þar sem hún býr í dag. Sandra stendur fyrir sýningunni Lag eftir lag sem er einungis opin á morgun, Menningarnótt, en blaðamaður heyrði í henni og fékk að skyggnast inn í hennar listræna hugarheim. 19.8.2022 17:01
„Hefði hlegið að mér og sagt að mig væri að dreyma of stórt“ Hin 19 ára gamla Kolbrún Óskarsdóttir, jafnan þekkt sem KUSK, hefur átt öflugt tónlistarár. Hún sigraði Músíktilraunir í mars síðastliðnum og hefur komið fram á tónleikum víða um landið síðan þá. KUSK var að senda frá sér lagið UNDAN BERUM HIMNI, sem er jafnframt fyrsti síngúll af væntanlegri plötu. 19.8.2022 15:00
Innsýn í hugarheim skemmtikrafta Tónlistarmaðurinn Unnsteinn Manúel var að senda frá sér lagið Eitur í samstarfi við Hermigervil. Blaðamaður heyrði í Unnsteini, sem er að flytja heim eftir tvö ár í Berlín og segist einblína á danstónlist um þessar mundir. 19.8.2022 13:30
Heitasta listapar landsins býður í heimsókn Listræna kærustuparið Saga Sigurðardóttir og Vilhelm Anton Jónsson ætla að veita gestum og gangandi innsýn í skapandi hugarheima sína á Menningarnótt með opinni vinnustofu. Blaðamaður heyrði í Sögu og fékk að heyra nánar frá þessum viðburði. 19.8.2022 08:01
„Minnir mann á hvað þetta snýst allt um“ Fjöldin allur af fjölbreyttu fólki í ólíku formi kemur saman á laugardaginn og hleypur til styrktar mikilvægra málefna í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Lífið á Vísi tók púlsinn á nokkrum hlaupurum sem eru þekktir einstaklingar í samfélaginu. Þau fara ólíkar vegalengdir fyrir ólíkan málstað en eru sammála um samheldnina, fegurðina og gleðina sem einkennir þessa morgunstund á Menningarnótt. 18.8.2022 15:30